Þjóðarhagur að greiða skuldir okkar

Ögmundur Jónasson hvetur til þess að Íslendingar snúi bökum saman og hugsi einungis um þjóðarhag. Þarf þó ekki einnig að hugsa um hag annara þjóða?

Með því að ganga í Evrópusambandið og eiga þannig raunhæfa möguleika á að borga skuldir okkar gerum við það. Þannig verður almennum borgurum Bretlands og Hollands greiddur sá skaði sem Icesave olli þeim og við Íslendingar byrjum með hreint borð að nýju.

Fjöldi landsmanna vill þó sleppa billega frá Icesave málinu. Vilja þeir sleppa við að borga erlendum sparifjárseigendum innistæðu reikninga sinna og nota fjármunina frekar í að "byggja upp landið".

Slíkt er fyrst og fremst óheiðarleiki og kjánaskapur. Með því erum við bæði að svíkja saklausa borgara og gera okkur sjálf að lítilmennum.

Hver vill eiga viðskipti við slíka þjóð og átta menn sig ekki á því hvað gerist ef Ísland einangrast og sett eru á okkur viðskiptabönn?

Andstæðingum Evrópusambandsins er sama þó svo verði og hafa þeir gengið harðast fram í að hvetja Íslendinga til að fyrra sig ábyrgð Icesave reikningana með lýðskrumi sínu.

Þverpólitísk samstaða með slíkum einangrunarsinnum er ómöguleg því horfa þar fram á veginn og leysa vandamálin á Evrópskum grundvelli.

Í grein minni "Leitað verði eftir aðstoð ESB við samningagerð" tel ég upp hvernig best sé að standa að samningagerð á bæði raunhæfan og hagsýnan hátt.


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér.  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.7.2009 kl. 03:49

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka þér fyrir innlitið Margrét.

Kjartan Jónsson, 22.7.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband