Þráinn segir skilið við einangrunarsinna

Eini heiðarlegi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, hefur tilkynnt að hann hyggist segja sig úr hreyfingunni eftir helgina.

Þráinn komst upp á kant við hina þrjá þingmenn Borgarahreyfingarinnar er hann hélt tryggð við stefnu hreyfingarinnar og kaus að ganga til aðildarviðræðna við ESB.

Eftir það neituðu hinir þingmenn Borgarahreyfingarinnar að hafa samskipti við hann og hófu að bera út róg um þennan ágæta mann.

Rógurinn náði hámarki þegar hin ómerkilega Margrét Tryggvadóttir sendi tölvupóst til Katrínar Baldursdóttur, varaþingmanns Borgarahreyfingarinnar, sem "óvart" rataði á alla meðlimi hreyfingarinnar.

Í póstinum dylgjaði Margrét um geðheilsu Þráins og sagði hann þjást af þunglyndi og alzheimer á byrjunarstigi.

Rógburður sem þessi er ólöglegur samkvæmt Íslenskum lögum en þar stendur.

 „Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“

Formaður Borgarahreyfingarinnar, Herbert Sveinbjörnsson, hefur nú sagt sig úr henni og í yfirlýsingu sinni segir hann að hreyfingin hafi snúist upp í andhverfu sína.

Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari eru svo ómerkileg að þau láta sér ekki nægja að svíkja gefin kosningaloforð heldur ráðast þau ósmekklega gegn hverjum þeim sem vogar sér að reyna að halda í upprunalega stefnu Borgarahreyfingarinnar sem snerist aðallega um að stöðva spillingu og auka lýðræði.

Borgarahreyfingin hefur nú fetað í sömu fótspor og Frjálslyndi flokkurinn. Hjá Frjálslyndum skemmdi rasisminn flokkinn en einangrunarstefnan hjá Borgarahreyfingunni. Örlög Borgarahreyfingarinnar munu fljótt verða þau sömu og hjá Frjálslyndum, að enda á öskuhaugum Íslenskrar stjórnmálasögu.

Ég votta þeim meðlimum Borgarahreyfingarinnar, sem studdu hana af góðum hug, samúð mína.
mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tek undir orð þín.

Óskar Þorkelsson, 14.8.2009 kl. 20:43

2 identicon

Ömurlegt að hafa kosið þessa svikara, sem komu þó vel fyrir á meðan þeir söfnuðu atkvæðum, en síðan kom hið rétta eðli í ljós og eins og oft áður þá bara "skítt með fólkið, bara að komast á þing"  sem verður örugglega ekki aftur. því fólkið er farið að sjá í gegnum svikin

Birgir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Vel að orði komist Birgir. Ég er þess viss að Borgarahreyfingin er liðin undir lok. Þjóðin mun muna eftir þessum svikum í næstu kosningum.

Þakka þér fyrir innlitið Óskar.

Kjartan Jónsson, 14.8.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála Óskari, mér fannst til dæmis Margrét Tryggvadóttir koma mjög vel fyrir í kosningabaráttunni, svo missti ég mikið álit á henni varðandi þetta ESB mál en nú er öll virðing fyrir henni fokinn út í vindinn, þetta lið er farið að líkjast einhverjum anarkistum. Ég vona Þráinn sæki hana fyrir dómstólum fyrir þetta.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.8.2009 kl. 07:07

5 Smámynd: Kjartan Jónsson

Alveg sammála þér þarna Jón. Ég vona að Þráinn leiti réttar síns. Svona mannorðsmorð eiga ekki að líðast í siðuðu samfélagi.

Kjartan Jónsson, 16.8.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband