Út hetjum í skúrka

Það fagnaði öll þjóðin með stelpunum okkar er þær náðu þeim áfanga að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Stelpurnar urðu hetjur í augum fólks og ungar stúlkur gerðu þær að fyrirmyndum sínum.

Undanfarin ár hefur mikill árangur náðst í jafnréttismálum og þá sérstaklega þeim málum sem snúa að jafnrétti kynjanna. Innan ESB hefur þó tekist betur til en í öðrum Evrópulöndum.

Kvendómarar hafa í auknum mæli komið fram á sjónarsviðið en það þekktist varla fyrir nokkrum árum að konur dæmdu knattspyrnuleiki. 

Ég hef tekið eftir því að þegar að hallar á lið í þessari keppni, þá er nærtækasta afsökunin sú að kvenkynsdómararnir séu lélegir og verri en karlarnir.

Maður að nafni Björn Halldórsson bætti mér við sem bloggvini sínum fyrir nokkrum vikum. Viðkunnanlegur maður og kurteis. Á síðu sinni fjallaði hann um atvik sem tengdist Íslenska landsliðinu. Þar benti hann á að þjálfarinn og stelpurnar hefðu verið með rasisma fyrir leikinn gegn Frakklandi.

Ég ætla mér ekki að fullyrða um hvort ásakanir hans séu réttar og tel hann reyndar hafa farið full geyst í röksemdarfærslu sinni. Fyrir að vekja máls á þessu var Björn rekinn af Moggablogginu. Sömu leið fór annar bloggari, DoctorE, fyrir skömmu er hann gagnrýndi falsspákonu.

Tveimur dögum eftir að Björn fjallaði um meintan rasisma Íslenska landsliðsins þá kemur þessi forkastanlega yfirlýsing frá einni landsliðskonu okkar og óneitanlega ýtir það enn frekar undir þann grun að rasismi hafi verið uppi á teningnum hjá liðinu fyrir Frakklandsleikinn.

Stelpurnar virðast því miður ekki bera af sér góðan þokka og ég reikna með að ímynd þeirra sé hægt og rólega að breytast í augum almennings.

Innan Evrópusambandsins er tekið hart á ummælum og hegðun sem þessari. Málin eru rannsökuð en ekki látin sem vindur um eyru þjóta eins og tíðkast hér á landi. Það er gert til þess að vernda þjóðfélagshópa fyrir mismunun og aðkasti.

Tjáningarfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og sambandið hefur tekið afstöðu til þess að það verði að virða. Brjóti menn engin lög er ólöglegt að hefta tjáningarfrelsi þeirra. Myndi sambandið því umsvifalaust bregðast við ef lokað væri á bloggara sem hefðu ekkert til sakar unnið.

Réttindi fólks til jafnréttis og tjáningarfrelsis eru enn af skornum skammti á Íslandi. Breyting verður þó þar á ef þjóðin sýnir þá skynsemi að kjósa með inngöngu okkar í Evrópusambandið.


mbl.is EM: Ég vil dómara með typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband