Madonna er ekki ein í baráttunni

Ég hef alltaf veriđ mikill ađdáandi Madonnu eđa alveg frá ţví ađ ég keypti mér fyrstu plötu hennar sem var titluđ eftir gyđjunni sjálfri. Platan innihélt frábćr lög eins og "Borderline", "Think of me" og "Everybody". Enn betri var ţó nćsta plata hennar "Like a Virgin" sem er ađ mínu mati besta plata hennar frá upphafi.

Á seinni árum hefur Madonna í auknum mćli blandađ sér í pólitík og margsinnis talađ máli ţeirra sem minna mega sín. Nú síđast mótmćlti hún kynţáttahatri gegn sígaunum. Ég get lýst mig sammála söngkonunni í hennar helstu baráttumálum.

Sígaunar verđa fyrir töluverđri mismunun í Evrópu og jafnvel ţeirri mestu sem nokkur minnihlutahópur sćtir í álfunni, ásamt svertingjum.

Evrópusambandiđ hefur áćtlun til ađ bregđast viđ gegn ţeirri mismunun og rasisma sem sígaunar verđa fyrir. Mannréttindaskrifstofa Evrópu hefur gert ítarlegar rannsóknir á fyrirbćrinu og hefur hannađ viđbragđsáćtlun m.a. um hvernig hjálpa skuli ţeim sígaunum sem lenda t.d. í mismunun á vinnumarkađi og ţeim sem verđa fyrir ofbeldi vegna ţjóđernisuppruna síns.

Í Ungverjalandi voru sex sígaunar myrtir á síđasta ári. Stjórnvöld ţar í landi rannsökuđu ekki máliđ ofan í kjölinn og brugđust seint viđ. Vegna ţrýstings Evrópusambandsins var sett í gang ítarleg rannsókn og tókst ađ hafa uppi á glćpahringnum sem stóđ fyrir morđunum og eru mennirnir nú í haldi lögreglu.

Afskipti ESB af málinu sýna hversu mikiđ sambandiđ er tilbúiđ ađ leggja ađ mörkum til ţess ađ vernda ţjóđfélagslega minnihlutahópa.

Líklegast vegna ţess hversu mjög almenningi í Ungverjalandi er illa viđ sígauna ţá ţótti stjórnvöldum ekki ástćđa til ađ leggja sig fram viđ ađ stöđva morđölduna. Svokallađur "populismi" réđi ţar ferđ.

Hefđi Evrópusambandiđ ekki gripiđ inn í máliđ, má reikna međ ţví ađ morđingjarnir vćru enn ađ stunda iđju sína.


mbl.is Púađ á Madonnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband