Lćgri símtala og SMS kostnađur

Ţann 1. Júlí gekk í gildi ný reglugerđ Evrópusambandsins um hámarksgjaldtöku fyrir notkun farsíma á milli landa bandalagsins. Hefur ţetta ţýtt mikla lćkkun símakostnađar fyrir íbúa innan ESB svćđisins.

Fyrir breytingarnar var međalgjald á SMS skilabođum 28 evrusent en hámarksgjaldtaka er nú 11 evrusent.

Hámarksverđ fyrir hringd símtöl innan ESB er nú 43 evrusent og 19 evrusent fyrir móttekin símtöl. Áđur var međalkostnađurinn 46 evrusent fyrir hringd símtöl og 22 evrusent fyrir móttekin símtöl frá öđru ESB landi.

Sömuleiđis er ţađ nú ókeypis ađ taka viđ SMS skilabođum. Einnig hefur veriđ tekiđ upp sekúndugjald, eftir fyrstu 30 sekúndur símtals, sem tryggir ađ símanotendur borga einungis fyrir ţann tíma sem ţeir í raun tala. Áđur fyrr var kostnađurinn ađ jafnađi 24% hćrri en notkunin ţví símtalskostnađurinn var einungis mćldur eftir heilum mínútum.

Netnotkun í gegnum gemsa hefur einnig snarlćkkađ en međalverđ á hverju sóttu megabćti var fyrir breytingarnar 1,68 evrur en er nú 1,00 evrur.

Til ţess ađ koma í veg fyrir of mikla símanotkun ćtlar Evrópusambandiđ einnig ađ bjóđa símanotendum ađ setja sér sitt eigiđ hámark á mánađarlegri símanotkun sinni. Verđur miđađ viđ 50 evrur eđa hćrra, kjósi símanotandinn svo. Mun ţessi reglugerđ taka gildi í Mars á nćsta ári.

Međ ţessum breytingum er ESB ađ komast til móts viđ hugsjónir sínar um frjálst markađssvćđi sem á ađ virka í allar áttir, íbúum svćđisins til haga.

Eins og međ um 70% reglugerđa Evrópusambandsins ţá mun umrćtt verđţak einnig taka gildi hér eftir nokkurn tíma en verđur ađ miklu leyti gagnslaust, gangi Ísland ekki í ESB. Er ţađ auđvitađ vegna sífelldrar hćkkunar evrunnar gagnvart krónunni.

Um leiđ og ţjóđin samţykkir ađ ganga í Evrópusambandiđ ţá verđur krónan bundin föstu gengi viđ evruna á međan viđ bíđum ţess ađ taka upp evru sem okkar gjaldmiđil. Er ţví spáđ ađ fasta gengiđ verđi um 95-100 krónur til ađ byrja međ. Evran er nú í kringum 180 krónur og munu símtöl okkar ţví verđa um helmingi ódýrari međ inngöngu í ESB.

Munur á símakostnađi ef hringt er til Ţýskalands

Í ţessu dćmi verđur sýnt hvernig hámarks símtalskostnađur fyrir Íslendinga sem hringja til Ţýskalands verđur, annars vegar ef viđ göngum í ESB og hinsvegar ef viđ göngum ekki í ESB.

Ísland í ESB - Evra c.a. 95 krónur                       

Hringd símtöl: 40,85 krónur                                   

Móttekin símtöl: 18,05 krónur                               

Sending á SMS: 10,45 krónur                             

Móttaka á SMS: ókeypis                                        

Niđurhalning á einu megabćti: 95 krónur            

Ísland ekki í ESB - Evra c.a. 180 krónur

Hringd símtöl: 77,4 krónur

Móttekin símtöl: 34,2 krónur

Sending á SMS: 19,8 krónur

Móttaka á SMS: ókeypis

Niđurhalning á einu megabćti: 180 krónur

Hvernig mun breytingin virka á fólk?

Ţađ sjá allir skynsamir menn ađ Íslendingar muni hagnast mjög á ţví ađ ganga í Evrópusambandiđ og taka ţátt í ţví markađskerfi sem ţar ríkir. En ţađ sama er ekki hćgt ađ segja um andstćđingana sem ţrćttast viđ og hafa einnig harđneitađ ţví ađ umrćdd breyting á símakostnađi sé af hinu góđa. Rökleysa ţeirra er sú sama ţar og í öđrum málum er varđa Evrópusambandiđ.

Breytingin mun lćkka símakostnađ, koma í veg fyrir svimandi háa símareikninga og gera fólki kleyft ađ hringja meira en ţađ áđur átti kost á. Ţak Evrópusambandsins í núverandi mynd er hćrra en ţađ verđur á komandi árum ţví stefnt er ađ ţví ađ lćkka símakostnađ enn frekar á árunum 2010 og 2011.

Ţessi stórgóđa reglugerđ mun nýtast Íslendingum ađ nokkru leyti til batnađar ef ekki er gengiđ í ESB en međ inngöngu okkar í sambandiđ munum viđ njóta góđs af henni, jafnt á viđ ađrar ţjóđir Evrópusambandsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband