Æskilegt að Noregur gangi í Evrópusambandið

Norðmenn, sem hafa eingöngu verið aðilar að EES, hafa óttast að ganga í ESB í langan tíma. Nú hefur þó komið babb í bátinn hjá Norðmönnum.

Evrópusambandið hefur þróast hratt undanfarin ár og tekur stöðugum framförum. Norðmenn hafa áhyggjur af því að EES geri ekki hið sama.

Oda Helen Sletnes, sendiherra Noregs hjá ESB, bendir á í skýrslu sinni að EES samningurinn hafi ekki þróast í samræmi við ESB. Segir hún að vegna þess missi Noregur stöðugt af fleiri tækifærum til að gæta hagsmuna sinna.

Með því að ganga í ESB eru EES þjóðir að tryggja sér mikilvægar viðbætur við EES samninginn. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru einu þjóðirnar innan EES sem ekki eru í ESB. Hafa þjóðirnar því afar lítið að segja um ákvarðanatöku í Brussel og hafa ekki fullan aðgang að stofnunum ESB.

Það er því eðlilegt skref fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is EES nær ekki að fylgja Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Licthenstein uppfyllir ekki kröfu ESB um lýðræði, þannig að ólíklegt er að þeir gangi í ESB ef EES samningurinn fellur niður ef íslendingar ganga í ESB (lang líklegasta niðurstaða). Ástæðan fyrir þessu er að einvaldurinn í Lictenstein hefur of mikil völd, en er ekki eingöngu táknrænn eins og í öðrum konungsríkjum Evrópu. Líklegra er þó að Licthenstein gangi í ESB ef Sviss gerir slíkt.

Landið, Íslendingar eru búnir að taka upp 2/3 hluta af lögum ESB upp í gegnum EES samninginn. Það eru 21 atriði af 35 í samningsferlinu sem mun líklega fara í gang í Desember, ef Ísland verður opinbert umsóknarríki hjá ESB. Þar fyrir utan þá hefur EES samningurinn bætt stöðu almennings til muna hérna á landi, t.d með upptöku samkeppniseftirlits og fleira í þeim dúr. Einnig sem verðlag lækkaði víst við inngöngu í EES.

Jón Steinar, það eru 27 þjóðir í ESB í dag. EFTA þjóðinar eru aðeins þrjár, Ísland, Sviss, Noregur, EES þjóðinar eru aðeins þrjár, Ísland, Noregur, Lictenstein.

Samkvæmt Lisbon sáttmálanum, þá verður lámarksfjöldi evrópuþingmanna 6, ekki 5 eins og er í dag.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Í Liechtenstein eru völd konungsfjölskyldunnar meiri en eðlilegt þykir í lýðræðisríki og ýmsum öðrum stjórnarháttum er ábótavant. Veldur það því að þjóðin uppfyllir ekki skilyrði ESB. Noregur og ísland gera það hins vegar að mestu, ef ekki algjörlega.

Þó svo að þingmenn okkar á Evrópuþingi verði ekki margir þá munar mjög um það að þjóðin geti tekið þátt í ákvarðanatöku og fái atkvæðarétt innan þingsins.

Hagur almennings mun einnig batna til muna með inngöngu í sambandið enda fáum við þá fullan aðgang að stofnunum sambandsins og getum endurreist efnahagslífið.

Kjartan Jónsson, 4.9.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Norðmenn eru farnir að tala alvarlega um að best sé að sækja um aðild með Íslendingum með tilliti til fiskveiðisamkomulags og framtíðar fiskveiðistefnu. Norðmönnum líst illa á ef Íslendingar verða stefnumótandi og mótaðili þeirra við samningaborðið ef þeir draga umsóknina enn eitt kjörtímabilið. Traust Norðmanna á okkur er ekki mikið.

Gísli Ingvarsson, 4.9.2009 kl. 09:56

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég tel alveg ljóst að áhugi Norðmanna á inngöngu í sambandið hefur aukist eftir að Íslendingar sóttu um. Því gæti þessi kenning þín verið rétt.

Þó vona ég að Norðmenn séu í auknum mæli byrjaðir að sjá skynsemina í því að ganga í sambandið og vilji ekki fara þar inn eingöngu vegna samkeppni við Íslendinga.

Kjartan Jónsson, 4.9.2009 kl. 10:04

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er nú ekki kenning mín, ég hef þetta eftir grein í Dagens Næringsliv sem þrátt fyrir hægri slagsíðu er skýrt og skilmerkilegt dagblað þannig að maður getur lesið það sér til fróðleiks. Mest lesnu blöðin í Noregi VG og Dagblaðið lifa á því að skrifa stórar fyrirsagnir yfir lítið innihald.

Gísli Ingvarsson, 4.9.2009 kl. 11:22

6 Smámynd: Natan Kolbeinsson

Liechtenstein má ekki fara í ESB í Slóvakía samþykkir þá ekki sem sjálfstæða þjóð en allt annað í þessu er rétt hjá þér Noregur og Ísland eiga að fara í ESB

Natan Kolbeinsson, 4.9.2009 kl. 22:58

7 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Gísli.

Við skulum vona að Liechtenstein uppfylli kröfur ESB á næstu árum og komist inn í sambandið en miðað við núverandi ástand er það þó ógjörningur Natan.

Kjartan Jónsson, 5.9.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband