Spurningarnar taka á öllum þáttum samfélagsins

Ég er nýlokinn við lesningu spurningalista Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands að bandalaginu. Um 2500 spurningar í 33 liðum. Skjalið er nokkuð langt, 345 síður.

Það var nokkur uggur í fólki eftir að það frétti af spurningunum og margir töldu nauðsynlegt að birta þær almenningi. Ég taldi það aukaatriði en er því þó feginn að listinn hafi verið birtur opinberlega. Það er til marks um þá gegnsæju stjórnsýslu sem koma skal við inngöngu okkar í Evrópusambandið.

Spurningarnar fjalla um öll innviði Íslensks samfélags. Allt frá menntun, umhverfisvernd, réttarkerfisins, sköttum og fleira í þeim dúr.

Í byrjun skjalsins eru nefnd þrjú skilyrði sem nauðsynlegt er að væntanlegar aðildarþjóðir uppfylli. Með spurningalistanum er verið að kanna hvort Íslensk stjórnvöld uppfylli þau skilyrði á allan hátt. Spurningalistinn er einnig mikilvægur til þess að ESB fái nægar upplýsingar um þjóðfélag okkar svo að aðlögun okkar inn í Evrópusambandið gangi betur fyrir sig.

Skilyrðin þrjú eru eftirfarandi:

1. Að umsækjandaþjóð hafi tryggt virkni stofnana sem standi vörð um lýðræði, markvisst réttarkerfi, mannréttindi og virðingu ásamt vernd gagnvart minnihlutahópum.

2. Tilvera virkrar markaðshagfræði, sem og möguleiki til að ráða við virka samkeppni og markaðsöfl innan Evrópusambandsins.

3. Möguleikinn til að uppfylla þær skyldur sem felast í að vera meðlimaþjóð, sem inniheldur skuldbindingu til markmiða stjórnmála-, efnahags-, og myntbandalagsins.

Andstæðingar Evrópusambandsins eru andsnúnir þessum markmiðum. Draumur þeirra er að viðhalda einangrun landsins og tryggja áframhaldandi spillingu. Einnig er þeim mjög illa við að minnihlutahópar njóti hér jafns réttar á við aðra.

Við, sem tilheyrum ekki þessum auma hópi einangrunarsinna, getum horft með björtum augum til framtíðar enda eru sjónarmið þessa fólks á miklu undanhaldi og munu vonandi aldrei ná fótfestu aftur í Íslensku samfélagi.

Lestur spurninganna er fróðleg lesning fyrir þá sem vilja kynna sér hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í Evrópusambandið, lið fyrir lið. Þvert gegn orðum einangrunarsinna þá er ekki hlaupið að því að ganga í sambandið og gerðar eru miklar kröfur til aðildarþjóða sem ber merki um góð vinnubrögð og fagmennsku Evrópusambandsins.

Skjalið má finna í heild sinni hér:

http://evropa.utanrikisraduneyti.is/media/info/Questionnaire_-_ICELAND_(final).pdf


mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband