Lýðræðissinnar eða fasistar?

Aðild að Evrópusambandinu er mikilvægasta málefnið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Til þess að bæta hag landsmanna er innganga í ESB talin nauðsynleg m.a. til að bæta efnahaginn með upptöku trausts gjaldmiðils þ.e. evrunni.

Borgarahreyfingin lofaði kjósendum sínum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið en þrír þingmenn flokksins ákváðu síðar að kjósa gegn aðildartillögunni. Gerðu þeir svo vegna þess að ríkisstjórnin neitaði að taka til greina óábyrga stefnu Borgarahreyfingarinnar í Icesave málinu.

Þráinn Bertelsson var eini þingmaður Borgarahreyfingarinnar sem stóð við gefin loforð flokksins og kaus með aðildarviðræðum. Fyrir vikið dreifði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ógeðfelldum lygaáróðri um Þráin. Undir þann áróður tóku hinir tveir þingmenn flokksins, þau Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir.

Eftir óhróðurinn og mannorðsmeiðingarnar sá Þráinn sér ekki stætt á því lengur að vera meðlimur í Borgarahreyfingunni og sagði sig úr henni nokkrum dögum síðar.

Fyrir þá sem ekki muna þá lagði Borgarahreyfingin upp með að vera lýðræðisafl sem hét því að berjast gegn auðvaldinu og spilltum stjórnarháttum í landinu. Einnig átti að virkja borgaralýðræði til muna m.a. með þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málefnum.

Í upphafi átti Borgarahreyfingin að vera opin hreyfing fyrir hverja þá sem töldu sig styðja markmið hennar. Nú er framkvæmdastjóranum veitt alræðisvald, haldið er sérstaklega utan um meðlimalista og hægt er að reka þá meðlimi sem þykja brjóta gegn stefnu hreyfingarinnar.

En ætti þá ekki með réttu að reka Þór, Birgittu og Margréti úr Borgarahreyfingunni?

Ekki verða þremenningarnir reknir úr Borgarahreyfingunni vegna þess að skoðanir þeirra eru nú orðnar að stefnu hreyfingarinnar. Ef einhver meðlimur andmælir þremenningunum þá skal sá hinn sami fá að fjúka.

Alræðisvald foringjans (framkvæmdastjórans sem er þó strengjabrúða þremenningana) og brottvikning fyrir að mótmæla stefnu þingmannanna hafa orðið þess valdandi að Borgarahreyfingin er ekki lengur lýðræðishreyfing, heldur fasistahreyfing.

Það eru dapurleg örlög hreyfingar sem fór svo vel á stað.

Ég studdi hófsöm öfl í Borgarahreyfingunni eftir að hún sundraðist vegna einangrunarhyggju. Hafði ég trú á því að hófsamir einstaklingar gætu leitt hana til betri vegar. Það hefur þó ekki gerst og eftir þennan fund hefur Borgarahreyfingin endanlega markað sér spor í Íslenskri stjórnmálasögu sem fasískur einangrunarhyggjuflokkur.

Einangrunarsinnar eru fámennir og ætla að véla sakleysingja á sitt band. Því reyna þeir að taka yfir fjölmennar lýðræðislegar hreyfingar með bolabrögðum og hefur þeim tekist það í þessu tilviki.

Best er því að hófsamir meðlimir segi sig úr Borgarahreyfingunni í stað þess að veita fasistum og einangrunarsinnum þegjandi samþykki.

Með því móti verður Borgarahreyfingin jafn marklaust afl og Frjálslyndi flokkurinn og L-listinn.


mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þetta fór allt vel Kjartan. Við unnum vel og lýðræðislega þar sem allir áttu málfelsi. Verst að sumir kusu að nota það ekki.

Lilja Skaftadóttir, 13.9.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Neddi

Þetta er nú ekki alveg rétt greining hjá þér Kjartan. Engin er framkvæmdarstjórinn með alræðisvald enda urðu tillögur þremenninganna ekki ofan á í kjöri um lögin.

Vissulega er haldið utan um meðlimaskrá, enda hvernig ætti annars að vera hægt að boða félaga á fundi eða halda utan um hverjir hafa kosningarétt á aðalfundi og þar fram eftir götunum, en brottvikningarákvæði í lögunum sem að urðu ofan á voru felld á brott. Það verður því enginn rekinn úr hreyfinunni.

Þar sem að tillögur þingmannanna og félaga þeirra urðu undir í kosningunni þá er ekki hægt að segja að skoðanir þremenninganna séu orðnar að stefnu hreyfingarninnar. Stefnan er óbreytt frá því í kosningabaráttunni.

Ég vona því að þú sjáir þér fært að styðja hreyfinguna áfram.

Neddi, 13.9.2009 kl. 01:45

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Mín upplifun af hreyfingunni er sú að þingmennirnir, ásamt fámennum hópi stuðningsmanna, haldi henni í gíslingu. Þetta fólk hefur sýnt að það er tilbúið að vernda völd sín með öllum leiðum.

Að lagðar skuli fram tillögur um að breyta flokknum í fasistaflokk þykja mér hættulegar svo ekki sé meira sagt. 

Hvort þremenningarnir hafi náð öllum sínum markmiðum fram á fundinum veit ég ekki. Ég tel tímaspursmál hvenær þau gera svo enda hafa þau náð sínu fram hingað til og þeim veitt afar lítil mótspyrna.

Þar sem ég sé engin öfl innan Borgarahreyfingarinnar sem geta velt þessum þingmönnum úr sessi, hef ég ákveðið að láta af öllum stuðningi mínum við hreyfinguna. Borgarahreyfingin er ekki sama hreyfing og mér leyst vel á fyrir um hálfu ári síðan.

Kjartan Jónsson, 13.9.2009 kl. 06:49

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kjartan, gremja þín vegna atburðanna í ESB málinu eru að blinda þér hér algerlega sýn. Þú ert að taka það versta frá báðum hópum og ætla það allt þingmönnunum.

Gremja og offors eru ekki góðir fylgifiskar, skrif þín sem og Borgarahreyfingin eru einmitt góð dæmi um það.

Baldvin Jónsson, 13.9.2009 kl. 20:16

5 Smámynd: Natan Kolbeinsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Borgarahreyfingi er í gíslingu þingmannanna og þeir eru nú þegar orðnir að ómarktæku afli í stjórnmálum. Þeir eru ekki lengur hreyfing heldur flokkur og er núna búinn að brjóta flest allt sem þeir lögðu upp með að gera.

Natan Kolbeinsson, 14.9.2009 kl. 19:15

6 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég tel svo ekki vera Baldvin. Hvernig stóð hreyfingin áður en þingmennirnir kusu þvert gegn stefnu hennar?

Þakka þér fyrir innlegið Natan. Tek undir þessi orð.

Kjartan Jónsson, 14.9.2009 kl. 20:26

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Geri mér grein fyrir þeim viðsnúningi Kjartan og hef gagnrýnt hann. Framkvæmd ESB málsins var ekki góð.

Þú ert hins vegar í færslunni hér að ofan að taka hugmyndir úr bæði upprunalegum tillögum A og B og gera þær þingmannanna. Vildi bara benda þér á að það er alls ekki svo.

Skoðanir þingmannanna eru ekki stefna hreyfingarinnar. Reyndar eru þínar skoðanir á skoðunum þingmannanna, ekki þeirra. Skemmtileg setning atarna.

Allar hugmyndir um miðstýringu voru í tillögum A. Allar hugmyndir um framkvæmdastjóra með mjög mikla ábyrgð og engin völd, voru í tillögum B.

Baldvin Jónsson, 15.9.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég ætla mér ekki að verja einhvern ákveðinn hóp innan Borgarahreyfingarinnar enda tel ég hvorki A né B hópinn hafa staðið sig vel. Hins vegar er það nokkuð ljóst að þingmennirnir urðu þess valdandi að A tillögurnar voru samdar sem mótsvar við ofríki þingmannanna.

Það tel ég vissulega slæma þróun og óásættanleg viðbrögð sem eru gagnrýnisverð. Án afleitrar framkomu þingmannanna hefði A tillaga þó aldrei komið fram.

En grunar þér ekki Baldvin að þú sért að skemma orðspor þitt með því að verja þessa þingmenn? Hér fyrir ofan skrifar hinn ungi Natan Kolbeinsson t.d.

"Borgarahreyfingi(n) er í gíslingu þingmannanna og þeir eru nú þegar orðnir að ómarktæku afli í stjórnmálum. Þeir eru ekki lengur hreyfing heldur flokkur og er núna búinn að brjóta flest allt sem þeir lögðu upp með að gera."

Ég get vissulega fallist á að Borgarahreyfingin hafði margt gott að bjóða er lagt var út í kosningabaráttuna og hef ég margsinnis bent á það. En ég fæ ekki skilið hvernig þið ætlið að vinna ykkur út úr þeim ógöngum sem þið hafið komið ykkur í nú er trúverðugleiki hreyfingarinnar er horfinn.

Kjartan Jónsson, 15.9.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta er ekki rétt túlkun hjá þér Kjartan, þó a vissulega megi segja að ESB málið hafi mögulega haft áhrif á það hversu mikið boðvald var sett inn í samþykktirnar í tillögu A, ég skal ekki segja. Tillaga A er hins vegar búin að vera í vinnslu síðan í maí og var því byrjuð löngu áður en kom að ESB málinu.

Hvað varðar orðsor mitt, að þá er ég nú efins að það hafi verið merkilegt hingað til. Það er að segja pólitískt orðspor mitt. Ég er afar lítill fiskur í stórri tjörn held ég, en hef sem slíkur engu að síður mikinn áhuga og elju sem ég vil nýta til góðs. Mér finnst við bera mikla ábyrgð gagnvart þeim tæplega 14.000 kjósendum sem kusu Borgarahreyfinguna. Ábyrgð á því að berjast áfram, snúa vörn í sókn og rétta við orðspor hópsins með því að skila af okkur góðu verki, með megin áherslu á okkar helstu stefnumál, lýðræðisumbætur.

Það er hins vegar alls óvíst hvort að það starf eigi sér mest brautargengi innan raða Borgarahreyfingarinnar.

Ég er hreint ekki viss um það. Leiðin út úr ógöngunum verður þó augljóslega að vera að láta orð og efndir fara saman. Að sýna og sanna að við getum haft áhrif til góðs, sem og að draga fram í dagsljósið á skýran máta þau góðu verk sem þegara hafa unnist.

Baldvin Jónsson, 17.9.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Kjartan Jónsson

Jæja Baldvin. Nú eru fasistarnir þrír búnir að segja skilið við hreyfinguna. Ætlar þú að fylgja þeim?

Kjartan Jónsson, 18.9.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband