Hægri öfgamenn bæta við sig þremur þingmönnum

Norski Framfaraflokkurinn var stofnaður árið 1973 af Anders Lange. Flokkurinn hét raunar Anders Lange Party til ársins 1977.

Anders Lange var mikill rasisti og þekktur fyrir stuðning sinn við hvítu aðskilnaðarstjórnina í Suður-Afríku. Hann kallaði þá sem ekki studdu stjórnina "svikara við hvíta kynþáttinn" og skrifaði fjölmargar hatursgreinar í Hundeavisen, blað sem hann gaf út sjálfur.

Framfaraflokkurinn naut óvinsælda til að byrja með. Í þingkosningum árið 1989 nær flokkurinn þó 13% atkvæða sem skilar þeim 22 þingsætum. Árið 1993 minnkar fylgi hans en eykst aftur til muna árið 1997.

Á þessu tímabili, 1993-1997, tókst flokknum að skjóta inn nýju málefni sem höfðaði, eins og rasisminn, til undirmálslýðs í Noregi. Hið nýja málefni flokksins var hið sama og flestir aðrir rasistaflokkar innleiddu í stefnuskrá sína, á svipuðum tíma, þ.e. andstaða við Evrópusambandið.

Slíkir flokkar náðu töluverðum árangri þegar fjölmenning og ESB voru ný fyrirbæri. Þá voru margir sem kusu þessa flokka en í dag eru þeir þó allsstaðar á undanhaldi, nema í Noregi. Framfaraflokknum tókst nú að bæta við sig þingmönnum, fjórða kjörtímabilið í röð.

Ekki veit ég hvað er að gerast með frændur okkar Norðmenn. Þeir virðast sökkva dýpra og dýpra í forarpytt einangrunarhyggju og rasisma. Kenndi morðið á Benjamin Hermannssen þeim ekki neitt?

Ríkisstjórn Noregs hélt velli í dag og lítur því allt út fyrir að Noregur muni enn standa utan Evrópusambandsins og verða væntanlega síðasta Evrópuþjóðin til að ganga í sambandið.

Oda Helen Slates, sendiherra Noregs hjá ESB, hefur bent á að Norðmenn missi af sífellt fleiri tækifærum gangi þeir ekki í Evrópusambandið. Vilji Norðmenn eiga möguleika á betri lífskjörum er nauðsynlegt fyrir þá að endurskoða afstöðu sína til sambandsins.

Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa nefnt að Ísland ætti fremur að taka þátt í samstarfi við Noreg í stað inngöngu í ESB. Sú hugmynd er afleit enda eru markmið okkar Íslendinga hærri en svo að ætla að einangra okkur í bandalagi með einni þjóð.

Ólíkt Norðmönnum þá höfum við Íslendingar kosið að líta til framtíðar. Eftir einhver ár verður Noregur í sömu aðstöðu og við. Efnahagur þeirra verður í rjúkandi rústum og þeir munu átta sig á því, eins og við, að innganga í Evrópusambandið er eina skynsamlega lausnin fyrir þjóðina.


mbl.is Stoltenberg sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn munu vonandi endurskoða afstöðu sína til ESB þegar þeir standa einir eftir fyrir utan það. Nema þá kannski með Sviss, og síðan smáríkjum Evrópu (Lictenstein, Andorra osfrv) sem eru fyrir utan ESB í dag.

Hinsvegar reikna ég ekki með breytingu á afstöðu norðmanna til ESB á næstunni. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:18

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki kannast ég við þennan rasisma sem þú talar um hjá FRP.. hins vegar eru þeir flokkur með skýra stefnu um eldri borgara og skóla, vegagerð og þess háttar.. Þeir hafa einig mjög skýra stefnu um hælisleitendur sem koma á fölskum forsendum... en þeir hafa einnig skýra stefnu um þá sem koma á réttum pappírum.. Þeir hafa þróast talsvert síðan 1973-77.

Annars einkenndist kosningabaráttan hér af tuði um luxusvandamál en ekki raunverulega vanda.. fjármálakrísan snerti norðmenn afskaplega lítið og það sem snerti þá sneru þeir sér í hag.

Varðandi ESB þá þurfa norðmenn lítið á þeim að halda og er merkilegt að sjá muninn á okkar þjóðfélugum... Ég er fluttur til noregs og hef átt heima þar áður.. Island verður og þarf að komast í skjól ESB.. en noregur þarf lítið á því skjóli að halda.. hvað svosem framtíðin ber í skautu sér

Óskar Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka þér fyrir innleggið Jón Frímann. Gangi Ísland í ESB er líklegt að Noregur endurskoði afstöðu sína að mati Jens Stoltenberg forsætisráðherra landsins. Má því segja að það séu a.m.k. 5-6 ár þar til Noregur gangi í sambandið.

Ég tel flokkinn vart hafa þróast til hins betra Óskar. Rasisminn er e.t.v. grímuklæddari en hann var. Innflytjendastefna flokksins miðast við að bjóða einungis 1/10 innflytjenda, miðað við nú, velkominn til landsins. Ég gæti einnig tekið margt fleira til.

Ekki kýs ég að líta á inngöngu í ESB sem "skjól" heldur öllu heldur tækifæri fyrir þjóðir til að taka þátt í auknu alþjóðasamstarfi og styrkja efnahag sinn.

Kjartan Jónsson, 15.9.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband