Framtíð Íslands er í ESB

Ég tel að öllum vitibornum mönnum hafi verið það ljóst að framtíð Íslands lægi í bandalagi þjóðanna. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins sem hafði beitt öllum mögulegum klækjum til að halda okkur utan Evrópusambandsins þá varð strax ljóst eftir síðustu kosningar að breyting yrði þar á.

Það þakka ég fyrst og fremst járnvilja Jóhönnu Sigurðardóttur og markvissrar baráttu fjölda fólks sem hefur barist gegn því að þjóð okkar verði áfram lítill einangraður útkjálki lengst Norður á hafi, sambandslaus að mestu við vinaþjóðir okkar.

Við erum með ónýtan gjaldmiðil og ónýtt stjórnskipulag. Hvað var annað í ráði en að samþykkja þessa tillögu? Vilja einangrunarsinnar frekar að við sveltum og lifum við bág kjör vegna hræðslu þeirra við bandalag þjóðanna?

Þeir 33 þingmenn sem samþykktu breytingartillöguna eru þjóðhetjur og ber að þakka því ágæta fólki fyrir að bera hag Íslands fyrir brjósti.

Nú er að vona að landsmenn samþykki aðild að Evrópusambandinu og ég trúi ekki öðru en að meirihluti landsmanna sé nógu skynsamur til að gera svo.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála..

hilmar jónsson, 16.7.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...gleðidagur í dag!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:53

3 identicon

Frábær færsla hjá þér Kjartan og til hamingju allir Íslendingar

Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Halldór Örn Egilson

Ég get svo hjartanlega skýrt og skilmerkilega tekið undir með þér.

Meira af viðlíka skrifum og við erum sallagóð.

Halldór Örn Egilson, 17.7.2009 kl. 02:44

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég efa ekki að landsmenn eru það skynsamir að kjósa með aðild, ef samningurinn er hagstæður. Ég treysti þeim svo sannarlega og er hæst ánægð með að þurfa ekki lengur að hlusta á rangfærslur og stundum viljandi misskilning þeirra sem hafa hvað mest tjáð sig um ESB.

Þetta var orðið að nokkurs konar umræðu um það hvort kom á undan : hænan eða eggið.

Lilja Skaftadóttir, 17.7.2009 kl. 03:33

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Til hamingju með  ...... bloggsíðuna þína.  Flott svona svart á hvítu!

Já það er satt, það er glatt í sumum döprum hjörtum í dag, og þ.á.m mínu.

Eftir 15 ára draum minn um að einhvað verður að veruleika, (innganga í ESB) hlýtur þessi dagur að teljast áfangi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.7.2009 kl. 05:19

7 identicon

ÍSLAND LENGI LIFI! (Í ESB AUÐVITAÐ)

Frábær færsla hjá þér, það er stórleg vöntun á svona öflugum ESB bloggurum eins og þér hingað á Moggabloggið. Gangi þér vel með þessa síðu KJARRI minn..

Loftur (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:50

8 identicon

Þessi niðurstaða ætti að þagga niður í einangrunarsinnunum sem að kalla sig andstæðinga ESB. Hvernig er hægt að vera andstæður eins frábærum hlut og ESB? Rökleysi þeirra sést líka einna best á því að enginn þeirra hefur ennþá þorað að svarað þessari færslu þinni Kjartan. Heill sé Olli Rehn og áfram Kjarri !

Jón (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:34

9 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég þakka góð viðbrögð við færslunni og óska ykkur sömuleiðis til hamingju með áfangann.

Einnig vil ég sérstaklega þakka Jenný hamingjuóskirnar og vona að sem flestir muni hafa gagn og gaman af bloggsíðunni í framtíðinni.

Þeim föðurnafnslausu þakka ég einnig fyrir líflegar færslur.

Kjartan Jónsson, 17.7.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband