Hröð vinnubrögð eftir mikla bið

Í ESB eru 27 lönd með um 500 milljónir íbúa sem gera um 8% af heimsbyggðinni. Þar er þó framleiðslan um 30% af heimsframleiðslu og um leið og krónan hefur hrapað er ekki það sama að segja um evruna sem er afar styrkur og stöðugur gjaldmiðill.

Með skilvirkum og opnum markaði hefur ESB opnað fjölmörg tækifæri í atvinnulífi meðlimaþjóða og boðið upp á aukið ferðafrelsi svo dæmi séu tekin.

Íslendingar hafa ekki tekið þátt í bandalaginu hingað til en hafa þó notið góðs af EES samningnum og fyrra að halda því fram að sá samningur hafi verið þjóðinni til ógagns.

Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt aðildarviðræður Íslands við ESB þá virðist sem svo að umræðan sé þrátt fyrir það á villigötum. Of naumur meirihluti er enn fyrir aðild að sambandinu og skoðanir fólks mjög skiptar.

Má líkja þessu við það þegar við Íslendingar bjuggum enn í torfkofum og átum súrmeti. Fjöldinn allur af fólki tók sig saman og ákvað að því yrði að breyta. Athafnamenn og eldhugar voru þar fremstir í flokki og megum við í dag þakka þessum mönnum fyrir að hafa stuðlað að framförum en ekki forneskjulegu afturhaldi.

Okkur, þessum 55-60% fólks, sem viljum sjá framfarir á Íslandi ber að halda kyndli framfara á lofti og berjast fyrir því að þjóð okkar lifi ekki í torfkofum nútíðar. Það gerum við með því að uppfræða einangrunarsinna um kosti þess að ganga í ESB og taka þátt í nútíðinni. Er það virkilega valmöguleiki fyrir okkar að festast í einangrunarhyggju nú þegar neyðin er sem mest?

Ein helst lygi einangrunarsinna er að halda því fram að sjálfstæði landsins glatist með inngöngu í ESB. Í sambandinu eru 27 sjálfstæðar þjóðir sem hafa ekki glatað snefil af sjálfstæði sínu en ein af grundvallarstefnum ESB við stofnun var einmitt að berjast gegn því að Evrópskar þjóðir myndu missa sjálfstæði sitt eins og gerðist þegar fasisminn kom sem stormsveipur yfir Evrópu og olli miklum þjáningum fyrir íbúa álfunnar.

Jón Baldvin Hannibalsson benti á fyrir nokkru að lag væri að ganga í ESB um leið og Svíar sætu þar við formennsku. Vissulega er það ánægjulegt að okkar mikla vinaþjóð skuli taka við þessari umsókn og er ég sannfærður um að Svíar bregðist ekki við yfirferð umsóknarinnar.

Í sameinuðu bandalagi lýðræðis og mannréttinda eru þjóðirnar sterkari og hver veit nema við tökum við umsókn vinaþjóðar okkar Norðmanna eftir nokkur ár?


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband