Áætlun ESB gagnvart H1N1 veirunni

Evrópuþingið samþykkti eftirfarandi tillögu til að berjast gegn frekari útbreiðslu H1N1 þann 30. Apríl 2009 í Luxemburg.

1. SAMÞYKKIR að mannlegir smitberar eins og þeir af völdum H1N1 séu alþjóðleg hætta, sérstaklega vegna mikils ferðamannastraums í alþjóðavæddum heimi.

2. RIFJAR UPP að Evrópusambandið sé viðbúið fyrir neyðarþjónustu heilbrigðismiðstöðva og hefur gert viðeigandi ráðstafanir varðandi undirbúning og viðbrögð síðan árið 2005 og minnist þess að ályktun þingsins þann 16. Desember 2008 sem fjallaði um að styrkja viðbrögð og samstarf í heilbrigðiseftirliti, sérstaklega er varða neyðartilvik sem varða heilsu almennings borgara innan ESB.

3. FAGNAR snöggum viðbrögðum meðlimaþjóða innan IHR og í gegnum samstillingu hjá HSC, Snöggra viðvarana og varnarkerfis fyrir smitsjúkdóma í samræmi við ákvörðun Nr. 2119/98/EC frá Evrópuþinginu og Evrópuráði þann 24. September 1998 um að setja í gang eftirlitsstofnun sem gegnir því hlutverki að fylgjast með útbreiðslu farsótta og hafa stjórn á smitsjúkdómum í samfélaginu svo vernda megi borgarana.

4. SAMÞYKKIR að skilvirkni þjóðarviðbragða verði bætt með áframhaldandi samvinnu áætlana samþykkta af þinghópi og meðlimaþjóðum með aðstoð ECDC, í samstarfi við WHO.

5. SAMÞYKKIR að undirbúningur og viðbrögð við ógnun heilsu innan ESB sé réttur og áætlanir geti verið studdar og bættar með frekara samstarfi og upplýsingamiðlun í gegnum WHO og núverandi stofnanir ESB. Það viðurkennir einnig mikilvægi þess að taka inn í reikninginn þverskurð og stærð meðlimaríkja.

6. FAGNAR því starfi sem þegar hefur verið unnið innan WHO, ECDC og HSC, sérstaklega er varða viðmið á hina almennu greiningu, á hina almenn stjórnun og upplýsingamiðlun til ferðamanna og fagnar vinnu ECDC á tæknilegum viðmiðum er varða varnarlyf og meðhöndlun sýktra einstaklinga og aðstandendum þeirra. Einnig eru varnir er varða lækna sem hlúa að sjúklingunum einkar góðar og hafa þar ráðleggingar Evrópskra og alþjóðlegra sérfræðinga verið teknar inn í reikninginn.

7. VEITIR ÞVÍ ATHYGLI að staðfest tilvik H1N1 sýkingum eru til komnar vegna vírusar sem er sambland af efnum úr dýrum og mönnum, og er smitanalegur manna á milli. Það eru eins og er engar vísindalegar sannanir til að styðja þess að samvirkni sé á milli þessa sjúkdóms og neyslu svínakjöts eða afurða þess.

8. LÝSIR yfir samstöðu með mest smituðu þjóðunum og LÝSIR YFIR vilja þess til að rannsaka í sameiningu með þinghópi og í samstarfi með yfirvöldum þessara þjóða, hugsanlegar leiðir til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum.

9. HVETUR meðlimaríki til að starfa saman undir leiðsögn WHO og í samstarfi við þingnefnd á eftirfarandi nótum.

a) allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir skulu gerðar til verndar heilsu almennings í samræmi við ráðleggingar WHO á grundvelli IHR, með tiliti til núverandi starfa HSC, ráðlegginga ECDC og WHO í samræmi við þjóðaráætlunar og viðmiðma, BÝÐUR meðlimaríkum að taka allar viðeigandi ráðstafanir, ef nauðsynlegt þykir þá einnig er varðar ferðalög, til að tryggja mjög skilvirka verndun á borgurum, byggðum á ráðleggingum á Evrópskum kvarða, með tiliti til þróunar ástandsins.

b) á sviði eftirlits skal stöðugt deila upplýsingum um þróun H1N1 vírusins á tilteknum svæðum í gegnum núverandi Evrópskar og alþjóðlegar áætlanir, í samræmi við IHR.

c) á sviði greininga og lækninga, að notast við hina almennu skilgreiningu á H1N1 vírusnum í mönnum í samræmi við ályktun WHO, samþykktar af Evrópunefnd í samræmi við ákvörðun 2119/98/EC, og að starfa samkvæmt almennum meðhöndlunarviðmiðum, auk þess að deila greiningum og að gera mótefni aðgengileg.

d) á sviði samskipta, samstarf m.a. í gegnum HSC til að gefa upp nákvæmar, tímanlegar og stöðugar upplýsingar og ráðleggingar til borgara um ástand H1N1 vírussins. Allar almenningsstöðvar skal nota til þess.

e) á sviði rannsókna og þróunar skal starfa náið með lyfjafyrirtækjum í þróun lyfja til að stöðva vírusinn með sem minnstum töfum. Með núverandi skipulagi, einkum HSC, hugleiða skynsamlegustu kaupin, stjórnun og notkun þessa lyfs og halda áfram starfi til að viðhalda birgðum þess.

10. KALLAR Á ÞINGNEFNDINA: a) að halda áfram að auðvelda dreifingu upplýsinga og samstarf á milli aðildarþjóða, sérstaklega er varðar hættustig, áhættumat og lyfjagjöf gegn H1N1 vírusnum innan ESB, í samræmi við HSC og með öðrum þjóðum ásamt alþjóðasamtökum, sérstaklega WHO.

b) kynna áætlanir fyrir samstarf á meðal aðildarríkja í undirbúningi og viðbrögðum við ógnun á heilsu manna undir núverandi samfélags áætlunum og störfum.

Á meðan umtalsvert samstarf er á meðal ESB þjóða gegn útbreiðslu H1N1 er upplýsingaflæði hingað til lands af afar skornum skammti, engar góðar viðbragðsáætlanir eru til og lyfjabirgðir duga einungis helmingi þjóðarinnar.

Þessu hafði ESB séð fyrir með viðeigandi áætlunum á meðan sóttvarnarlæknir er fyrst nú að taka faraldurinn alvarlega.

Með inngöngu í ESB verðum við hluti af samstarfi sem þessu og er það fyrir hag allra landsmanna.

Eða er það þess virði að deyja fyrir einangrunarhyggjuna?


mbl.is Fréttaflutningur af H1N1 gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband