Flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna gegn aðild Íslands að ESB

Christlich-Soziale Union starfa einungis í Bayern og fengu í síðustu þingkosningum 7,4% atkvæða eins og Borgarahreyfingin fékk hér. Flokkurinn er systurflokkur Christlich Demokratische Union Deutschlands og starfar með honum en CDU þykir ekki mikið til skoðana CSU á ESB koma.

CSU á aðeins tvo menn á Evrópuþingi eða jafn mikið og fasistaflokkurinn British National Party. Sjálfsagt er BNP algjörlega sammála CSU í þessu máli en ég efast stórlega um að flokkurinn fái stuðning annars staðar að en frá hægri-öfga öflum.

Samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung segir Markus Ferber leiðtogi CSU á Evrópuþinginu að ESB muni ekki geta bjargað Íslandi úr efnahagskreppunni og vill fremur ræða uppbyggingu ESB áður en fleiri löndum verði boðið inn ef frá er skilin Króatía.

Nú er í gangi stækkunarferli hjá ESB og er það stefna sambandsins að hægja á stækkun eftir inngöngu Íslands en ekki áður. Ferber vill aftur á móti að ESB brjóti gefin loforð til okkar og svíki þar með stefnu sína um heiðarlega pólitík sem sambandið hefur haft í heiðri allt frá stofnun þess. Ferber talar um að Króatía sé á undan Íslandi í goggunarröðinni og eigi að sleppa inn áður en aðlögunarferli stækkunar hefst. Þetta er þó alröng fullyrðing og forkastanlega röng enda er Ísland eina landið sem hefur verið lofað inngöngu áður en stækkun á sér stað.

Króatía á hins vegar nokkuð í land með að ganga í ESB enda er almenningur þar illa uppfræddur um sambandið og andstaða þar við ESB hvergi meiri. Engin umsókn hefur enn borist frá Króatíu og ólíklegt að svo verði í bráð.

Vafasamt er í þessum fréttaflutningi að minnast ekki á smæð CSU og andstöðu CDU við stefnu CSU í Evrópumálum. Nema auðvitað ef menn telja að flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna hafi mikil ítök í Þýskum stjórnmálum.
mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir starfa í Bayern, ekki í Bavaria. Slaka á enskunni...en rétt. Þetta er leiðindaflokkur en svo til einráður í þessu ríkasta sambandslandi Þýskalands...

Eiki S. (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Bavaria er Bayern oftast kölluð í tali manna en þakka þér þessa athugasemd Eiki.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 10:38

3 identicon

Verulega góð grein Kjartan. Finnst þér CDU ætti ekki að slíta samstarfi við CSU?

Helgi (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég tel að það væri rétti kosturinn í stöðunni Helgi.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 10:53

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Kjartan:

Frábær grein hjá þér og af þeim orsökum óþarfi hjá mér að tyggja það sama upp einu sinni enn í nýju bloggi - þökk fyrir það!

Ég er hins vegar sammála Eika að við Íslendingar klæðum öll erlend nöfn í enskan búning og það sem verra berum við þau fram eins og slæmir bandarískir þulir.

Sérstaklega hvimleitt er þetta í fjölmiðlum, þegar menn eru að klæmast á þýskum og frönskum nöfnum stjórnmálamanna.

CDU þarf því miður á þessum 7,4% að halda og mjög ólíklegt að upp úr slitni. Oft hefur þó verið mjótt á mununum, enda er CSU oft að drepast úr frekju eftir kosningar og hefur fyrir vikið mikið meira vægi í þýskum stjórnmálum en eðlilegt er. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 11:13

6 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka ykkur fyrir hlýleg orð Guðbjörn og Einar.

Það er sjálfsagt mál að ég noti orðið "Bayern" ef meirihluti lesenda minna gerir þá kröfur og skal ég strax gera þá breytingu.

Vegna dvínandi fylgis við SPD undanfarið í Þýskalandi gæti ég best trúað að CDU yrði fljótlega stærsti flokkurinn og væri ekki svo bundinn við stuðning CSU.

Ég tek fyllilega undir viðbætur þínar Einar en bæti við að ég neyddist til þess að fjarlægja athugasemd Sigurðar vegna aðdróttana sem hafðir voru uppi gagnvart Samfylkingunni um meintar hótanir hennar. Ég er ábyrgðarmaður þess sem fer inn á þetta blogg og hyggst ég halda efni síðunnar og athugasemda innan ramma laganna.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Kjartan Jónsson

Gagnleg athugasemd hjá þér Jón. Ég mun lesa yfir þessa tengla.

Það sem mun þó vafalaust hægja á ferli Króatíu inn í sambandið er sú staðreynd að Króatía er eina landið af þeim 31 sem eiga sæti í ESB/bíða eftir aðild þar sem andstaða við bandalagið er meiri en stuðningur.

Ljóst er því að nokkuð verk er framundan að fræða íbúa landsins áður en þjóðin gengur inn í sambandið.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 16:15

8 identicon

Flott grein hjá þér Kjarri eins og ávalt og gott að þú minntist á fasistana. Það sem að virðist nefnilega loða við ESB andstæðinga er að þeir viðhafa flestir fasískum og oft á tíðum nazískum hugsunarhætti.

Gott dæmi er Frjálslyndi Flokkurinn en eins og menn muna eftir þá héldu félagsmenn hans oft á tíðum uppi rasískum viðhorfum og voru einmitt, andstæðingar ESB.

Best væri því í raun, að banna alla þá stjórnmálaflokka sem að eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu svo að öfga-þjóðerniskenndir fari ekki að dafna hér á landi.

Loftur (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 23:00

9 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það er vissulega alveg rétt hjá þér Loftur að rasisminn og nasíski hugsunarhátturinn loðir við þetta fólk oft á tíðum.

Einangrunarhyggjan á sér margar birtingarmyndir og er hræðsla við það sem fólk þekkir ekki. Voru ekki ýmsir t.d. á móti farsímum er þeir komu fyrst?

Hræðslan við ESB er af sama sauðahúsi og því ekki undarlegt að þeir sem óttuðust útlendinga sem mest á sínum tíma reyni nú af sem mestum mætti að fordæma ESB.

Ég reikna með að andstaðan við ESB sé álík hatri á útlendingum á þann hátt að hún fari þverrandi þegar fólk kynnist hlutunum af eigin reynslu.

Áætlun ESB gegn þjóðernisöfgastefnu er góð og henni fylgi ég. Hvort hægt sé að banna heimsku algjörlega veit ég þó ekki en a.m.k. er hægt að draga úr henni með fræðslu.

Fínar upplýsingar sem endranær frá þér Jón Frímann. Ég tek hattinn ofan af fyrir þeirri baráttu sem þú hefur háð hér í netheimum í allnokkurn tíma og ekki veitir af.

Ég harma það þó að þú skulir vera hættur að nota bloggsíðu þína.

Kjartan Jónsson, 19.7.2009 kl. 00:40

10 identicon

100% sammála ykkur Kjartan og Einar.

Loftur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:56

11 Smámynd: Kjartan Jónsson

Einstaklega vönduð og góð síða hjá þér Jón með mikið af áhugaverðu efni. Ég mun setja hana í "favorites".

Ég man eftir þessari síðu Hjartar sem þú bentir hér á en það kemur mér varla á óvart að hann sé útlendingahatari enda haldast andstaða við ESB og ótti við útlendinga oftar en ekki saman í hendur, eins og áður hefur komið fram.

Kjartan Jónsson, 19.7.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband