Leitað verði eftir aðstoð ESB við samningagerð

Þeir sem töpuðu á Icesave voru almennir borgarar sem í sakleysi sínu voru blekktir, blekkingin varð til þess að fjölmargir einstaklingar töpuðu öllum sínum eigum. Í nafni spilltrar ríkisstjórnar fékk Icesave að starfa, í nafni lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Sé þjóð okkar sómakær er engin önnur leið fær en að borga skuldir okkar og leiðrétta þau mistök sem gerð voru. Hvernig ætli orðspor þjóðarinnar verði ef við greiðum ekki skuldirnar?

Utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, hefur nú hótað Íslendingum því að ljúka samningunum eins hratt og unnt er. Hann hótar því að Íslendingar fái ekki inngöngu í sambandið fyrr en Alþingi samþykkir Icesave samkomulagið.

Hótanir þessar eru ekki gerðar í umboði Evrópusambandsins og talar Verhagen einungis fyrir sjálfan sig. Á vefsetrum Evrópusambandsins er aðildarumsókn Íslands fagnað og þjóðinni óskað til hamingju með áfangann. Ekki er annað að heyra frá Evrópusambandinu en að þeir séu mjög ánægðir með að Ísland muni, að öllum líkindum, loks tilheyra bandalaginu.

Í samningagerð sem þessa ber að fara með ítrustu varúð og ekki skrifa undir neitt sem ekki er hægt að standa við. 

Íslendingar beiti sér fyrir eftirfarandi samkomulagi

1. Mikilvægt er að Íslendingar leiti aðstoðar Evrópusambandsins varðandi samkomulagið og fái frestun varðandi undirskrift þess.

2. Ísland verði orðið aðili að ESB þegar skrifað er undir samkomulagið og fái hjálp sambandsins til að ná sangjörnum samningum.

3. Evran verði orðin opinber gjaldmiðill áður en hafist verði handa við að greiða skuldir okkar.

Kjósi Íslendingar að hafna Evrópusambandinu er ómögulegt að greiða skuldirnar vegna gríðarlegs halla ríkissjóðs.

Með því að ganga í Evrópusambandið getum við treyst á betri samninga og með upptöku Evru er raunhæfur möguleiki á að greiða skuldir okkar.


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð grein Kjartan.

Loftur (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:58

2 identicon

Ég get sannarlega tekið undir að mér lýst vel á þessa tillögu Kjartan.

Það væri til skammar ef íslensk stjórnvöld undirrituðu samkomulagið án aðkomu ESB.

Jóhann Hauksson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Takk Loftur og Jóhann.

Kjartan Jónsson, 22.7.2009 kl. 01:41

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég tek undir með þér Kjartan

Sævar Finnbogason, 22.7.2009 kl. 04:44

5 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég vona að ríkisstjórnin taki sér tak og notfæri sér þá möguleika sem við höfum í stöðunni. Á nefndarfundi nú í kvöld var ekki fjallað um þá leið sem ég benti hér á.

Afleitt væri ef stjórnvöld tækju ákvörðun um málið í fljótfærni og skrifuðu undir óhagstæða samninga.

Kjartan Jónsson, 22.7.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband