22.7.2009 | 23:42
Ólýðræðisleg mótmæli í Brussel
Nokkur hundruð mjólkurbændur tóku sig saman og keyrðu á dráttarvélum sínum til höfuðstöðva Evrópusambandsins í Brussel og hægðu á umferð. Létu bændurnir upp ólöglega vegatálma í nágrenni byggingarinnar. Með þessu uppátæki átti að hindra starfsmenn ESB í að komast til vinnu sinnar.
Lögreglan brást fljótt og örugglega við en öllu lauslegu var þá kastað í lögreglumenn af æstum lýðnum.
Á bloggsíðu sinni segir einangrunarsinninn Jón Baldur Lorange að Íslenskir bændur verði í framtíðinni að taka þátt í slíkum mótmælum. Hann telur að ekkert annað sé hægt í stöðunni gangi Ísland í ESB.
Það er grafalvarlegt mál að forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands og fulltrúi Fjarskiptasjóðs hvetji Íslenska bændur til þáttöku í mótmælum þar sem lögreglumenn eru beittir ofbeldi og umferð stöðvuð ólöglega.
Bændurnir söfnuðust þarna saman til að mótmæla mjólkurkvóta ESB en vegna efnahagskreppunnar hefur orðið samdráttur í sölu mjólkur og mjólkurafurða.
Fráleitt er að halda því fram, líkt og mjólkurbændurnir, að ESB hafi ekki gert ráðstafanir í málinu enda hefur sambandið brugðist fljótt og örugglega við vandanum. Mun m.a. verða fylgst með verðlagi mjólkur og þess gætt að það sé innan eðlilegra marka. Hver bóndi innan ESB mun svo hljóta styrk upp á 15.000 evrur.
Örfáir mjólkurbændur, sem hata og fyrirlíta Evrópusambandið, endurspegla ekki afstöðu allra bænda innan sambandsins. Fámennið í mótmælunum bendir mun frekar til þess að þeir séu í miklum minnihluta.
Bændur mótmæla í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef ekkert við friðsöm mótmæli að athuga og tel það lýðræðislegan rétt allra manna að nýta sér þann rétt sinn. Ofbeldi og annað slíkt í mótmælum fordæmi ég þó að sjálfsögðu.
Áætlun Evrópusambandsins um að greiða úr vanda mjólkurbænda má finna hér.
http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/09/1172&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en
Það er ljóst að verið er að vinna að því að leysa vandann. Tal um að Evrópusambandið hafi engan áhuga á því er einfaldlega þvættingur.
Um Jón Baldur Lorange get ég sagt að hann virðist hafa lítinn sem engan skilning á Evrópusambandinu.
Fullyrðingar hans um að búskapur leggist af við inngöngu í sambandið eru t.d. ótrúlegar komandi frá menntuðum manni.
Kjartan Jónsson, 23.7.2009 kl. 00:34
Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/
Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 00:58
Þakka þér fyrir tengilinn Páll. Ég hafði reyndar sett inn mína athugasemd áður en þú gerðir svo.
Verulega góð samantekt hjá þér.
Kjartan Jónsson, 23.7.2009 kl. 01:00
Ég hafði sett inn mína athugasemd áður en þú settir inn tengilinn átti það að vera.
Kjartan Jónsson, 23.7.2009 kl. 01:33
Já já, það getur verið ágætt stundum að menn kunni að mótmæla en stundum fer þetta langt yfir strikið. Ég sé fyrir mér eitthvað svipað gerast þegar fiskveiðikerfi ESB verður tæklað til að vernda stofnana frá hruni, þá munu evrópskir fiskimenn flykkjast til að mótmæla og gera allt brjálað.
Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 03:46
Almennt er það viðurkennt að þegar mótmæli eiga sér stað, þá skapar það truflun t.d. í umferð. Flestir samþykkja það..... næst ert þú sá sem vilt láta heyra í þér... og vilt þá umburðalyndi.
Það er einungis á Íslandi sem sú þjóðtrú er enn föst í mönnum að það eigi ekki að trufla umferð og láta heyra í sér. Mótmæli ganga út á það að vekja athygli á málstaðnum, það er yfirleitt ekki gert í hljóði.
Lilja Skaftadóttir, 23.7.2009 kl. 12:57
Mikið er ég sammála henni Lilju hér að ofan, mótmæli eru til þess að eftir þeim sé tekið, þó ég sé ekki fylgjandi ofbeldis aðgerðum þá er ég orðin þreyttur á að lögreglan sé sett upp sem saklaus fórnarlömb í svona aðstæðum, þetta er vinnan þeirra,ef menn eru ósáttir þá verða þeir bara að finna sér eitthvað annað að gera.
Skríll Lýðsson, 23.7.2009 kl. 16:34
Ég gæti trúað því Jón að andstæðingar Evrópusambandsins muni nýta sér hvert tækifæri sem þeir fái til að mótmæla, nú hafa einangrunarsinnarnir t.d. boðað til mótmæla hér. Eins og mjólkurbændurnir ættu þeir að skoða stefnu ESB og aðgerðir sambandsins áður en haldið er til mótmæla. En það er kannski til full mikils ætlast af þeim.
Mótmæli sem brjóta gegn landslögum eru mér ekki að skapi. Þó fólk líti svo á að ólögleg mótmæli skili meiru en þau löglegu þá tel ég mikilvægt að lögum og reglum sé haldið sé haldið á lofti.
Að beita ofbeldi í mótmælum bendir eingöngu til þess að málstaðurinn sé lélegur.
Vinna lögreglunnar er vissulega að gæta þess að mótmæli fari eðlilega fram en það er ekki vinna hennar að láta kasti í sig grjóti og öðrum lausamunum. Ekki frekar en það er vinna mín eða þín Sigurður.
Kjartan Jónsson, 23.7.2009 kl. 16:54
Ég tek undir hvert orð hjá þér Jón Frímann en í athugasemd kl. 16.54 beindi ég svari mínu til Jóns Bjarkans.
Skal athuga það framvegis að ávarpa ykkur einnig með millinafni næst þegar þið takið báðir þátt í umræðu hjá mér.
Kjartan Jónsson, 23.7.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.