Óskandi að ferlið gangi vel

Næstkomandi Mánudag munu utanríkisráðherrar, aðildarþjóða Evrópusambandsins, hugsanlega ræða aðildarumsókn Íslands á ráðherrafundi sínum. Mikill stuðningur hefur verið við umsókn okkar frá nær öllum þjóðum ESB og þar á meðal Breta.

Mikill hræðsluáróður hefur verið í gangi um að Icesave málið muni seinka eða jafnvel hindra inngöngu Íslands í sambandið en Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur sagt það af og frá. Í orðum Carl Bildt felst einnig vísbending um að ESB muni hjálpa okkur við lausn málsins þegar við höfum gerst fullgildir meðlimir í sambandinu.

Össur Skarphéðinsson hefur unnið hörðum höndum undanfarna daga og hefur hann talað við 23 utanríkisráðherra Evrópusambandsins til að þrýsta á um að aðildarumsókn okkar verði tekin fyrir á fundinum. Á blaðamannafundi í dag stóð Össur sig með stakri prýði og svaraði spurningum af stakri snilld. 

Fundarstjórn næstkomandi Mánudag verður í höndum Svía sem nú gegna formennsku í Evrópusambandinu. Svíar hafa hjálpað okkur Íslendingum mikið undanfarið og keyrt mál okkar áfram af fullum krafti innan ESB.

Nú er bara að vona að fjallað verði um aðildarumsókn okkar næsta Mánudag enda mikilvægt að aðildarferli okkar gangi hratt og vel fyrir sig.


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband