Umsókn að "Nasistabandalaginu" vísað til framkvæmdastjórnar þess?

Mér svelgdist á morgunkaffinu í morgun er ég las grein í Morgunblaðinu. Greinin sem um ræðir er skrifuð af Kristjáni Snæfells Kjartanssyni og ber heitið "Vinstri bláir, Samvirkniflokkurinn og full aðild að Nasistabandalaginu" og er undir greinarflokknum "Bréf til blaðsins" á síðu 17.

Sjaldan eða aldrei hefur jafn ógeðfelld grein verið birt á síðum Moggans. Fyrir utan rangfærslurnar í greininni er vegið með ógeðslegum hætti að meirihluta þjóðarinnar og er ég ekki í nokkrum vafa um að greinin varðar við hegningarlög.

Í greininni segir Kristján að Samfylkingin (sem hann kallar "Samvirkniflokkinn") sé "Nasistaflokkur" og kallar ESB sömuleiðis "Nasistabandalag".

Með samlíkingu sinni er Kristján að bendla saklaust fólk við mestu fjöldamorðingja sögunnar. Hann kallar heilan stjórnmálaflokk, alla ríkisborgara ESB ríkja og meirihluta Íslendinga hreint út sagt "Nasista".

Fyrir utan ærumeiðingarnar eru samlíkingar Kristjáns kolrangar. Samfylkingin er bandalag jafnaðarmanna og ESB var stofnað einmitt til þess að koma í veg fyrir endurreisn fasismans í Evrópu. Stefna sambandsins byggir á mannvirðingu og hefur ESB verið leiðandi í lagasetningum er leggja bann við kynþáttafordómum og hverslags mismunun.

Nasistasamlíkingar hafa verið algengar hjá andstæðingum ESB gagnvart ESB sinnuðum í gegnum tíðina. Slíkar samlíkingar koma þó úr hörðustu átt enda er ljóst, þegar stefna Hægri-Öfgaflokka í Evrópu er skoðuð, að allir eru þeir andsnúnir ESB. Hvers vegna ætli það sé? Einmitt vegna þess að ESB mun aldrei leyfa fasismanum að ná yfirhöndum í álfunni aftur. Sambandið mun berjast gegn endurreisn fasismans af öllum mætti.

Eftir lestur þessarar greinar spyr maður sjálfan sig hvort Morgunblaðið sé tilbúið að birta hvaða svívirðingar sem er í blaðinu?

Þykir ríkissaksóknara ekki full ástæða til þess að lögsækja menn sem setja fram slíkar ærumeiðingar og ósannindi á opinberum vettvangi?


mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldórsson

Það er spurning hvort að Kristján þessi Snæfells sé ekki bara sjálfur nokkurs konar laumuNazisti

En við lestur þessa pistils datt mér nú í hug hvort að það væri ekki eðlileg þróun hér á Íslandi að banna alla umræðu um Nazisma og hafa ströng viðurlög við broti sem slíku. Það hefst nefnilega ekkert af því að ræða um hluti sem þessa því að þeir sem að tala með Nazisma eru oftast geðsjúklingar. Punktur og basta.

Ég er ekki áskrifandi að ESB andstæða fjölmiðlinum Morgunblaðið en mig undrar ekki að ritstjórn blaðsins leyfi slíkt níð eins og kemur fram í grein Kristjáns Snæfells Kjartanssonar.

Björn Halldórsson, 27.7.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég veit ekki hvort Kristján er "laumunasisti" eða ekki. En ólýðræðisleg eru skrif hans og, að mér þykir, tilefni til ákæru vegna ærumeiðinga í garð ótal margra einstaklega sem hann hefur vegið að og líkt við fjöldamorðingja.

Einn hér á blogginu stakk upp á því um daginn að banna flokka andstæða ESB. Nú vilt þú banna alla umræðu um nasisma.

Þú meinar vel með þessum tilögum en heimsku er erfitt að uppræta eins og ég sagði við þann einstakling. Umræða um nasisma er ekki bönnuð innan Evrópusambandsins né í hinum siðaða heimi en lofsömun á nasisma og helfararafneitun er það hinsvegar. Ég hallast að því að við ættum að taka upp samskonar lagaákvæði hér.

Besta leiðin til að sigrast á heimsku er með fræðslu og því tel ég að það sé e.t.v. ekki rétt að beita boðum og bönnum.

Kjartan Jónsson, 27.7.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki séð þessa grein sjálfur, enda löngu búinn að gefast upp á lestri blaðsins.

Mbl.is t.a.m. hefur lokað síðum þar sem þótt hefur of gróft orðaval notað um menn og málefni, þótt mbl.is taki það skýrt fram að öll skrif á mbl.is séu alfarið á ábyrgð höfunda.

En að Morgunblaðið sjálft birti svona skrif er umhugsunaratriði. Blaðið er með birtingu greinarinnar sannarlega orðið samábyrgt höfundi hennar. Blaðinu hefur hrakað stórlega síðan Styrmir hvaddi það.

Hugmyndir um að banna Nasisma eða umfjöllun um hann hefur einungis öfug áhrif. Við berjumst gegn óværunni með lýðræðið og eflingu þess að vopni en ekki með því að takmarka lýðræðið.

Það verður gaman að sjá viðbrögð andstæðinga ESB við þessari grein, t.a.m. Jóns Vals sem ritskoðar af kappi allt sem inn á hans síðu kemur. Enginn ósómi leyfður þar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Lagalega séð ber Morgunblaðið jafn mikla sök og höfundur greinarinnar ef um ólögleg skrif er að ræða. Ég hef ekki tekið eftir að blaðinu hafi hrakað en mér finnst þó eins og það hafi þynnst með árunum þó ég hafi ekki talið blaðsíðurnar.

Jón Valur er því miður eitthvað veikur á geði og hef ég séð hann beita samskonar áróðri og Kristján Snæfells þ.e.a.s. að líkja Evrópusambandinu við nasista. Að mínu mati þarf maðurinn að leita sér hjálpar enda virðist ofstæki hans bæði í trú og skrifum magnast með tímanum.

Evrópusambandsandúð hans er t.d. vægast sagt sjúkleg og byggð á ótrúlegum ranghugmyndum og lygum um sambandið.

Kjartan Jónsson, 28.7.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband