28.7.2009 | 19:32
Brot á tjáningarfrelsi listamanns
Hræðsluáróður ESB andstæðinga hefur magnast upp eftir að Alþingi samþykkti að senda inn aðildarumsókn að bandalaginu. Hótað hefur verið stríði, jafnvel blóðugu, og stofnun öfga-þjóðernisflokks verið boðuð.
ESB andstæðingar vita að "áróðursstríðið" þeirra er tapað. Þeir eru orðnir örvæntingarfullir enda taka sífellt færri mark á þeim og sjá í gegnum lygarnar og blekkingarnar. Kannanir hafa sýnt að ESB aðild nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar og stuðningurinn virðist aðeins fara vaxandi.
Lýðræðislegar kosningar eru ekki virtar. Vilji almennings er ekki virtur. Skoðanir þeirra eru hinn heilagi sannleikur að þeirra þröngsýna mati. Inn í málflutninginn blandast trúarofstæki og gamaldags útlendingafordómar.
Þegar hræðsluáróðurinn gengur ekki í fólk er gripið til þjófnaðar.
Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna, hefur nú þrívegis orðið fyrir barðinu á þjófum sem hafa ítrekað fjarlægt listaverk hans á Akureyri. Þjófarnir eru andstæðingar Evrópusambandsins og líkar illa sá listgjörningur Hlyns að flagga Evrópusambandsfánanum á hólma í tjörninni við Drottningarbraut.
Þjófnaður er ólöglegt athæfi eins og öllum er kunnugt um. ESB andstæðingar telja hinsvegar að það sé tjáningarfrelsi sitt að stela ef það hentar málstað þeirra.
Andstæðingar Evrópusambandsins hafa sýnt að þeir eru tilbúnir að fremja glæpi til að koma sínu á framfæri. Í kjölfar þjófnaðar fylgja alvarlegri brot og ef marka má hótanir þeirra þá er ekki langt í að slík brot verði framin. Því ættu yfirvöld að líta málið alvarlegum augum.
En fyrst og fremst þarf að kenna ESB andstæðingum það að tjáningarfrelsi er virt á Íslandi og listgjörningur sem þessi er löglegur þó þeim líki hann ekki.
Andstæðingar ESB mótmæla listaverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að tækla þessa talíbana, gott væri ef þeir stofna einhverskonar þjóðernisflokk eins og L flokkinn hans Bjarna Harðarsonar. Þá verða þeir að setja upp einhvers konar opinbera stefnu og verður þá auðveldara að eiga við þá. Stefna þeirra yrði tætt í sundur af evrópufræðingum, stjórnmálamönnum, hagfræðingum og hagsmuna aðilum atvinnulífs og neytenda og lygar þeirra og hræðsluáróður myndi engan veginn halda vatni fyrir augum almennings. Gleymum því ekki að L flokkurinn var varla að mælast í skoðanakönnunum um fylgi, þjóðin veit kannski ekki mikið um ESB en hún lætur ekki glepja sig af hvaða vitleysingum sem er, hvort hann heitir Bjarni Harðarson eða Ragnar Arnalds.
Jón Gunnar Bjarkan, 29.7.2009 kl. 23:03
Ég las einmitt greinina á heimasíðu þinni Jón Frímann og er henni alveg sammála. AMX er íhaldsvefur af verstu sort og lítið mark takandi á skrifum þar.
Evrópusamtökin virðast ekki vera mjög efnuð. Ég sé fátt sem bendir til þess.Heims(k)sýn aftur á móti virðast hafa úr nógu fjármagni að spila eins og þú bendir réttilega á.
Þessar samsæriskenningar um að ESB launi fólki fyrir að tala þeirra máli hér eru úr lausi lofti gripnar og ekki svaraverðar að ég tel.
Ég get ekki tekið undir það Jón Bjarkan að ég óski þess að þeir stofni slíkan flokk. Útlendingahatur virðist fylgja þessum flokkum í Evrópu og myndi vafalaust blandast inn í einangrunarstefnu þeirra hér. Best er að vera laus við allt slíkt.
Get þó vel skilið þína meiningu og auðvitað yrði stefnan tætt í sundur.
Kjartan Jónsson, 30.7.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.