Löggjöf Evrópusambandsins gegn kynjamisrétti hefur gefist vel

Á Íslandi hefur kynjamisrétti á vinnustöðum lengi verið við lýði og konur hafa sætt töluverðri mismunun. Fyrir nokkrum árum leiddi rannsókn í ljós að konur höfðu að meðaltali aðeins um 64% af launum karlmanna. Sömuleiðis sættu þær mismunun í ráðningum á yfirmannsstöðum.

Herferð var sett á stað til að greiða úr þessu ójafnrétti en nú mörgum árum seinna virðist enn vera sama staðan upp á teningnum þó minna sé fjallað um það.

Evrópusambandið sá vandann fyrir löngu síðan og hóf þegar að styrkja lagasetninguna um kynjajafnrétti á vinnustöðum. Var það gert til að koma í veg fyrir að kyn fólks réði launum þeirra, stöðu og öðrum þáttum.

Í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins kemur fram að lögin hafi gefist vel í þeim löndum sem hafa tekið þau upp og dregið hefur að nokkru leyti úr mismunun þar.

Það er jákvætt skref.

Vilji Íslendinga til að draga úr kynjamisrétti á vinnustöðum hefur verið mikill en almennilegar lagasetningar hefur vantað.

Með inngöngu okkar í ESB munum við eiga þess kost að taka upp þessi sömu lög og munu þau hjálpa okkur til að bæta kynjajafnrétti á vinnustöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband