15.9.2009 | 21:04
Hagaskóli tekur mál kennara síns til skoðunar
Guðrún Þóra Hjaltadóttir er fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Hún starfar sem kennari við Hagaskóla og kennir þar börnum heimilisfræði. Á bloggsíðu hennar birtast oft á tíðum greinar sem lýsa útlendingaandúð og rasisma.
Guðrún fer ekki leynt með skoðanir sínar og á síðu hennar má finna greinar sem bera heiti eins og:
"Ég er rasisti, get ekki annað"
"Ég ætla að vera rasisti áfram"
Stjórnendum Hagaskóla var nýlega bent á þessi greinaskrif og hafa þeir fordæmt skrifin og bent á að þau tengist á engan hátt stefnu skólans.
Í yfirlýsingu sinni segir Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólameistari Hagaskóla, eftirfarandi:
"En það er ákaflega óheppilegt að starfsmenn uppeldisgeirans hafi svona skoðanir, og líka að þeir finni hjá sér þörf til að viðra þær."
"Málið verður tekið fyrir innan skólans. Það er spurning hversu vel þeir sem hafa þessar skoðanir eru til þess fallnir að vinna samkvæmt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar, Hagaskóla eða annarra skóla."
Það er vel skiljanlegt að ummæli Guðrúnar séu tekin til skoðunar af skólayfirvöldum. Skoðanir hennar eru meira en líklegar til að bitna á börnum af erlendum uppruna. Því er eðlilegt að foreldrar erlendra barna kæri sig síður um að Guðrún kenni börnum þeirra.
Myndu foreldrar t.d. kæra sig um það að maður sem ritaði á síðu sína fantasíur um misnotkun á börnum, kæmi nálægt skólastarfi, jafnvel þó aðilinn hafi ekki enn misnotað börn?
Páll Vilhjálmsson ver Guðrúnu og telur stjórnendur Hagaskóla brjóta niður eðlilega samfélagsumræðu með því að gagnrýna skrif Guðrúnar. Páll setur ekki út á málflutning Guðrúnar á nokkurn hátt.
Guðrún og Páll eiga nokkuð sameiginlegt. Þau eru bæði andstæðingar Evrópusambandsins. Skoðanir gegn innflytjendum eru mjög vinsælar á meðal slíks fólks.
Högni Sigurjónsson, andstæðingur ESB, hefur nýlega verið gagnrýndur fyrir útlendingaandúð. Á síðu skoðanasystur sinnar Höllu Rut Bjarnadóttur, einnig ESB andstæðings, skrifar hann:
"Ég þekki líka þó nokkra Litháa, heim með þá alla."
Guðrún, Páll, Högni og Halla eru fjarri því að vera einu ESB andstæðingarnir með andúð á útlendingum. Slík viðhorf finnast á meðal flestra einangrunarsinna. Í samtökunum Heimssýn er t.d. maður sem var leiðtogi lítils rasistaflokks áður en hann hóf herferð sína gegn ESB. Aðrir í sömu samtökum eru einnig þekktir fyrir álík viðhorf.
Það breytir því þó ekki að samtökunum er flaggað á forsíðu blog.is. Hlýtur það að teljast einsdæmi að fjölmiðill í lýðræðisríki kjósi að auglýsa slík öfgasamtök. Á meðan þessum samtökum, og fólki eins og Guðrúnu, er leyft að skrifa á vettvangi Morgunblaðsins þá hafa a.m.k. tveir einstaklingar verið bannfærðir af svæðinu fyrir að gagnrýna rasisma og öfgatrú.
Morgunblaðið hefur lengi verið þekkt fyrir íhald en tími er kominn á að blaðið fari að uppfæra ritstjórnarstefnu sína í takt við tíð og tíma. Alveg eins og Hagaskóli kýs að taka mál Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur til alvarlegrar skoðunar í ljósi þess að fjöldi erlendra nema er undir hennar leiðsögn innan skólans.
Athugasemdir
Það er í raun hrikalegt að öfgasamtökin Heimssýn fái að auglýsa boðskap sinn eins og raunin er, þar sem þetta er í raun ekkert nema útlendingahatur í grímubúningi. Enda er Heimssýn sem félag uppfullt af rasistum, faisistum og öðrum sem kenna sig við aðrar mannfjandsamlegar stefnur heimsins.
Það er um að gera að benda á þessa staðreynd, enda er þetta sannleikurinn um andstæðinga ESB.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 03:05
Kynni fólk sér þessi samtök þá sér það um leið að þau eru með öllu ómarktæk í þjóðmálaumræðunni.
Kjartan Jónsson, 16.9.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.