Svívirðilegur brottrekstur

Ólafi Þ. Stephensen tókst að gera margar breytingar til hins betra á Morgunblaðinu, á stuttum ritstjóraferli sínum. Honum var að takast hægt og rólega að breyta ímynd blaðsins úr þröngsýnu íhaldsblaði til frjáls fjölmiðils. Mikið verk var þó enn fyrir höndum hjá Ólafi.

Eftir eigandaskipti Morgunblaðsins, nú fyrir skömmu, komu upp raddir um að breyta ætti blaðinu aftur í flokksblað Sjálfstæðisflokksins. Hinir nýju eigendur eru ekki ánægðir með skoðanir Ólafs sem þykja ekki nægilega hallar undir auðvaldið.

Ólafur er mikill Evrópusinni og er það líklegasta ástæða brottrekstrar hans. Auðvaldinu er illa við Evrópusambandið. Eitt helsta markmið ESB er að berjast gegn spilltri stjórnsýslu og mun auðvaldið því ekki eiga sjö dagana sæla ef Ísland gengur í ESB.

Allir skynsamir menn sjá tilganginn með þessum brottrekstri. Auðvaldið, sem nýtur eftir efnahagshrunið mikilla óvinsælda á Íslandi, ætlar að reyna að styrkja stöðu sínu með því að taka yfir gamla blaðið sitt að nýju. Lofsömun á Sjálfstæðisflokknum og boðun einangrunarstefnu er það sem mun sjást á síðum blaðsins í framtíðinni.

Davíð Oddsson, arkitekt efnahagshrunsins, Sjálfstæðismaður og einangrunarsinni, er nú orðaður við ritstjórastöðu blaðsins.

Morgunblaðið, sem hefur barist í bökkum undanfarið, er með þessum aðgerðum síður en svo að styrkja stöðu sína á markaðnum og mun vafalaust tapa mörgum áskrifendum.

Þrátt fyrir þessa ólýðræðislegu aðgerð bandalags auðvalds- og einangrunarsinna, mun þeim ekki takast að breyta þeirri staðreynd að Ísland er á leið í ESB.

Almenningur er skynsamari en svo að láta sömu menn blekkja sig aftur.


mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kjartan og þakka góðan pistil. Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú segir að íhaldið hræðist það mest að hér komi stjórnsýsla og lög ef við göngum í ES. Þess vegna er það svo sorglegt að sjá VG berjast á móti þessu. Ég geri mér grein fyrir að þeir eru á móti ES á öðrum forsendum en samt......Eins og nú er komið fyrir okkur er þetta okkar stærsta von. Sukkið og svínaríið hér verður ekki læknað án hjálpar. Við erum svo djúpt sokkin. Sammála þér um Morgunblaðið og ástæður brottrekstrar ritstjórans. Nú getur Agnes Braga talsmaður Davíðs Oddssonar bætt í og fælt fleiri frá blaðinu.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka þér fyrir gott innlegg Tryggvi.

Vinstri Grænir eru mjög tvískiptur flokkur. Annars vegar er það fólkið sem lítur til framtíðar og svo afturhaldsöflin. Nokkuð var um úrsagnir úr flokknum eftir að meirihluti þingmanna VG kusu með aðildartillögunni og reikna ég því með að áhrif afturhaldsaflanna í flokknum fari dvínandi.

Kjartan Jónsson, 20.9.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband