Fleiri Íslendingar deyja hlutfallslega en Bretar

Taldar eru umtalsverðar líkur á því að H1N1 kunni að auka enn frekar á efnahagssamdráttinn í Bretlandi og víðar. Ótti fólks við að notfæra sér almannasamgöngur og þjónustu verslana er talinn aukast er smit eykst á meðal fólks.

Bretland vinnur eftir reglugerð Evrópuþings er snýr að H1N1. Hana má sjá hér:

Áætlun ESB gagnvart H1N1 veirunni

Því er spáð að um 65.000 manns geti látist af völdum svínaflensunnar í Bretlandi eða rétt um 0,1% þjóðarinnar. Á Íslandi er því spáð að 782 geti látist af völdum flensunnar eða um 0,25% þjóðarinnar.

Vegna stærðar Bretlands og smæðar Íslands þá hljóta menn að sjá í hendi sér að aðgerðalausn Breta er mun betri en sú lausn sem boðuð hefur verið hér. Dánarhlutfall Íslendinga miðað við Breta verður því 2,5/1.

Hlutfall þetta ætti þó réttilega að vera Íslendingum í hag enda töluvert minni almannasamgöngur hér en í Bretlandi.

Áætlun sú er Íslensk stjórnvöld vinna eftir til að bregðast gegn útbreiðslu flensunnar er í senn kjánaleg og illa skipulög og sést það t.d. á því að lyfjaforði hér dugar einungis fyrir helming þjóðarinnar á meðan markmið ESB er að eiga nægilegan lyfjaforða fyrir allan íbúafjölda bandalagsins.

Auk þess hefur sambandið heitið að vinna í þágu hvers íbúa bandalagsins og setja réttindi hans í forgang.

Netverslun verði notuð í auknum mæli

Mikilvæg lausn gegn samdrætti í verslun og landsframleiðslu er að fólk noti netverslanir í auknum mæli og að kennsla fari fram um hvernig nota á slíkar verslanir fyrir þá sem ekki kunna.

Vegna tollbandalags ESB eru slík viðskipti afar einföld innan bandalagsins en erfið utan þess vegna hárra tolla eins og við Íslendingar þekkjum vel.

Tyrkland, Andorra og San Marino hafa fengið undanþágu um að tilheyra tollbandalaginu þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu.

Þar sem Ísland hefur sent inn umsókn um aðild þá ættu Íslensk stjórnvöld umsvifalaust að sækja um sömu undanþágu og áðurnefnd lönd.

Aukin notkun netverslunar á meðal almennings mun nýtast íbúum ESB og undanþágulanda vel en slík viðskipti nýtast okkur illa ef tollar lækka ekki tafarlaust.


mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þessu. Í raun má segja að þetta sé allt ESB-andstæðingnum Ögmundi Jónassyni að kenna. Hann er heilbrigðisráðherra og ætti því að hafa vott af forsjárhyggju en svo virðist vera sem að líf samborgara hans hafi ekki mikla meiningu í hans augum.

Það er mér dulin ráðgáta hvernig að afturhaldskommarnir í VG gátu fengið svona mikið fylgi í nýafstöðnum kosningum. Stórsigur Samfylkingarinnar (sem eini ESB sinnaði flokkurinn) hefði átt að verða mikið stærri.

Loftur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Held að málið fyrir Bónus sé að opna netverslun. :)

Davíð Þór Þorsteinsson, 19.7.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ögmundur Jónasson er ekki andstæðingur ESB og kaus að ganga til aðildarviðræðna við sambandið en vissulega er rétt að gagnrýna störf hans sem heilbrigðisráðherra og þær slöku ráðstafanir sem hann hefur gert gagnvart H1N1 faraldrinum.

Vinstri Grænir eru annars nokkuð tvískiptur flokkur. Mikið er þar af góðu og víðsýnu fólki en einnig er mikið af einstaklingum sem aðhyllast einangrunarstefnu og afturhald. Ég tel því Samfylkinguna mun betri kost.

Mjög áhugaverð hugmynd hjá þér Davíð, þú ættir að koma henni á framfæri við Jóhannes og Jón Ásgeir.

Kjartan Jónsson, 19.7.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband