Einangrunarsinni afhjúpaður

Mér þykir rétt að benda áhugasömum um Evrópumálin að skoða heimasíðu Jóns Frímanns sem hann benti mér á í dag. Slóðin er www.jonfr.com.

Í nýjustu færslu sinni bendir Jón á að Hjörtur J. Guðmundsson, sem fer mikinn hér á blogginu í andstöðu sinni við Evrópusambandið, eigi sér afar dökka fortíð.

Á árunum 2001-2004 stóð Hjörtur fyrir Flokki Framfarasinna sem boðaði útlendingahatur og hræðslu við framandi menningu.

Afrit af síðu flokksins má finna hér:

http://web.archive.org/web/*/http://www.framfarir.net

Jón bendir einnig á tengsl Hjartar við Daniel Hannan, hægri-öfgamann, sem m.a. lofsamaði efnahagsstefnu Íslands fyrir hrunið. Saman, ásamt öðrum, skrifa þeir félagar á vefritið Brussels Journal. Vefrit sem boðar andúð á útlendingum, sérstaklega múslimum, og einangrunarstefnu.

Reyndar fjallar Hjörtur sjálfur afar sjaldan um útlendinga í dag, hatrið á Evrópusambandinu er orðið það sterkt hjá honum að hann virðist ekki lengur hafa tíma fyrir annað.

Útskipting Hjartar á útlendingum fyrir Evrópusambandið er raunar ekki ný af nálinni. Hún þekkist hjá fjölda einstaklinga og flokkum sem berjast gegn sambandinu. Flestir hafa þó samtvinnað útlendingahatrið og einangrunarstefnuna.

Eins og barátta Flokks Framfarasinna mistókst þá mun barátta Hjartar gegn Evrópusambandinu einnig mistakast.

En ætli hann finni sér þá ekki eitthvað nýtt til að kvarta og kveina yfir?

Rafmagnsbíla kannski?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband