Skref í rétta átt

Kannanir hafa sýnt að hættulegustu ökumennirnir eru þeir yngstu og hafa þeir valdið ófáum slysum í umferðinni, oft með glannalegum akstri. Í flestum ríkjum Evrópusambandsins er gerð sú krafa að fólk þurfi að hafa náð 18 ára aldri áður en það fær í hendur ökuskírteini.

Evrópusambandið sá fljótlega það vandamál sem fólst í því að leyfa börnum, sem ekki enn hafa náð fullorðinsaldri, að aka bifreið. Því er það ósk sambandsins að meðlimaríki veiti engum undir 18 ára aldri ökuskírteini þó svo að hverri þjóð sé frjálst að ráða bílprófsaldri þegna sinna.

Ökumenn á Íslandi eru oftar en ekki ósvífnir í umferðinni. Slys eru óvenju mörg og umferðareftirlit hefur verið afar dapurt. Gott dæmi um þetta er Miklabrautin. Þrátt fyrir að staðreyndir um þessa miklu slysagildru hafi blasað við yfirvöldum þá hafa þau kosið að aðhafast lítið sem ekkert.

Innan Evrópusambandsins starfa mjög ábyrgar stofnanir sem stuðla að því að gera umferðina öruggari.

Ein slík stofnun er "Road Safety Charter" sem byggja á því að rannsaka m.a. umferðarvandamál, leysa þau og fækka þannig umferðarslysum. Svo eru það "Road Safety Observatory" sem safna gögnum um umferðarslys og finna leiðir til að draga úr þeim. Einnig deila þjóðir Evrópusambandsins með sér upplýsingum um umferðarmál og gerðar eru skýrar kröfur til úrbóta ef umferðarmálum er ábótavant hjá einhverri þjóð.

Hefði Ísland verið aðili að ESB væri fyrir löngu búið að ávíta yfirvöld vegna Miklubrautarinnar og hefðu stjórnvöld farið eftir ráðleggingum sambandsins hefði mátt draga stórlega úr umferðarslysum þar.

Íslenska ríkisstjórnin hefur nú loks séð nauðsyn þess að gera breytingar á umferðarlögunum og hefur nú lagt fram tillögu sem kemur að mörgu leyti til móts við þær kröfur sem Evrópusambandið gerir. Breytingar þessar eru nauðsynlegar í ljósi stöðu umferðarmála á Íslandi.

Með inngöngu í Evrópusambandið getum við þó gert enn betur.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olli Rehn hefur líka sagt að samgönguáætlun ESB muni henta Íslendingum mjög vel þar sem að tekið er mikið tillit til jaðarsvæða innan sambandsins.

Loftur (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þakka ykkur fyrir góðar og gagnlegar athugasemdir Jón og Loftur.

Kjartan Jónsson, 21.7.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband