23.7.2009 | 23:47
Hvernig má bæta Íslenska löggæslu?
Vegna niðurskurðar fjármuna til lögreglunnar reynist sífellt erfiðara að viðhalda viðunandi löggæslu. Eru glæpir sérstaklega viðloðandi vandamál í miðbænum en þar hefur verið mikill skortur á lögreglumönnum er líða tekur á helgarkvöld og ölæði er orðið umtalsvert.
Ógeðfelldar líkamsárásir og nauðganir hafa verið framdar þar. Bílar hafa verið skemmdir, brotist hefur verið inn í verslanir. Viðbragðstími lögreglunar er of langur og árásarmennirnir eru komnir í næsta bæjarfélag þegar hún loks kemur á staðinn.
Vinnubrögð Íslensku lögreglunar virðast fara síversnandi og nú nýlega gat lögreglan ekki svarað útkalli vegna innbrots sem framið var. Sem betur fer fór ekki illa þá og náði húsráðandi að flæma innbrotsþjófana í burtu.
Ekki kemur þó á óvart að viðbrögð lögreglunnar við innbrotum sem þessum séu ámælisverð. Innbrotadeild lögreglunnar hefur verið lögð niður þrátt fyrir að innbrot hafi aukist um 61% frá síðasta ári.
Sömu sögu er að segja með rannsóknardeild umferðardeildar. Hún hefur verið lögð niður.
Löggæsla er því afar bágborin hér á landi en skoðum nú hvernig staðið er að verki í Evrópusambandinu.
Glæpir eru og verða vandamál í öllum samfélögum en miklu skiptir hvernig við þeim er brugðist.
Evrópusambandið gerir skýrar kröfur um að vel sé að verki staðið í löggæslu.
Hið Evrópska löggæslusamband, Europol, styður m.a. við ríki ESB með að:
Deila upplýsingum á milli Europol og sendiherra Europol (ELOs). Sendiherrar þessir eru valdir af meðlimaþjóðum sem fulltrúar innlendra löggæslustofnana, þeir eru ekki undir stjórn Europol né formanns þess. Þeir starfa eftir landslögum sínum.
Veita upplýsingar um aðgerðir og stuðning til meðlimaþjóða.
Veita sérfræði og tæknilegan stuðning fyrir rannsóknir og aðgerðir innan ESB, undir eftirliti og lagalegri skyldu meðlimaþjóða.
Gera aðgerðaskýrslur og glæpagreiningar, á grundvelli upplýsinga og ráða söfnuðum saman af meðlimaríkjum eða frá öðrum upplýsingaveitum.
Europol styður meðlimaríki sín sérstaklega gegn:
Eiturlyfjasmygli.
Hópum sem smygla inn ólöglegum innflytjendum.
Mansali.
Hryðjuverkum.
Peningafölsunum.
Mansali og barnaklámi.
Ólöglegum innflutningi á bílum.
Peningaþvætti.
Ísland starfar með Europol nú þegar en samstarfið er takmarkað þar sem að við erum ekki enn komin í Evrópusambandinu. Með því að ganga í ESB fær Íslenska lögreglan aukna styrki, gagnlega þjálfun og mikilvægar upplýsingar í baráttunni gegn glæpum.
Mun innganga okkar í sambandið því stórbæta löggæslu hér á landi.
Lögregla komst ekki í útköll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Massíf grein og flott, sammála þér með ESB.
Maggi Gun (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:19
Ég neita því ekki að ég hafði fordóma gegn þér eftir að hafa séð mjög ljót skrif um þig.Var bara fyrst að lesa þetta núna hjá þér og segi ekki annað en að þetta séu með betri skrifum sem ég hef séð á blog.is.
Ætla að kíkja á hitt efni á síðunni þinni
Brynjar Geir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:35
Mér hefur borist til eyrna að einhverjir andstæðingar ESB hafi haft uppi niðrandi ummæli um mig vegna skoðana minna. Ég legg hinsvegar ekki í vana minn að lesa slík níðskrif og hef þar af leiðandi ekki séð þau.
Þakka ykkur fyrir uppörvandi orð Maggi og Brynjar.
Kjartan Jónsson, 24.7.2009 kl. 00:52
Fantaflott grein eins og venjulega úr þessari átt.
Jón Gunnar Bjarkan, 24.7.2009 kl. 06:49
Ég þakka falleg orð Jón Gunnar.
Kjartan Jónsson, 24.7.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.