Óviðunandi stefna í mannréttindamálum

Litháen á sér merka sögu, þjóðin varð t.d. fyrst allra Baltneskra þjóða til að endurheimta sjálfstæði sitt úr klóm Sovíetríkjanna þann 11. Maí 1990 og vorum við Íslendingar fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði landsins. Það launuðu þeir okkar nú nýlega með að styðja umsókn okkar um aðild að Evrópusambandinu.

Árið 2004 gekk Litháen í ESB en til að fá inngöngu í sambandið er þess krafist að þjóðir uppfylli ströng skilyrði um mannréttindi og af þeim sökum hefur umsókn Tyrkja að sambandinu dregist á langinn.

Evrópusambandið taldi árið 2004 að Litháen uppfyllti öll skilyrði m.a. með banni við hverslags mismunun á fólki. Nú virðast hlutirnir breyttir í Litháen og fordómar gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans einstaklingum hafa skotið upp kollinum á nýjan leik.

Litháenska þingið samþykkti þann 16. Júní 2009 lög sem banna alla jákvæða umræðu um samkynhneigða, tvíkynhneigða og trans einstaklinga. Þetta segjast þeir gera í þeim tilgangi að vernda líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Taka lögin gildi í Mars 2010.

Minna lögin óneitanlega mjög á stefnu þá er boðuð var af nasistum á sínum tíma. Bæði brjóta þau gegn samþykktum ESB um mannréttindi og tjáningarfrelsi.

Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og trans einstaklingar hafa háð langa baráttu fyrir mannréttindum sínum. Evrópusambandið styður fólkið heilshugar og hefur verið leiðandi í setningu laga er banna mismunun.

Nú hafa Q - Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands sent Össuri Skarphéðinssyni áskorun um að hann veki athygli á málinu við Vygaudas Usackas utanríkisráðherra Litháen í tilefni heimsóknar hans hingað til lands. Um leið og Össur þakka Litháum fyrir stuðning við inngöngu okkar í ESB þá ætti hann jafnframt að vekja athygli á því að Íslendingar fordæmi allar lagasetningar er hvetja til mismununar á fólki. Mikilvægt er að hann komi því til skila en afar ólíklegt er að það eitt breyti afstöðu Litháa.

Það sem mun helst breyta afstöðu þeirra er þrýstingur ESB en fari svo að Litháar breyti ekki afstöðu sinni til málaflokksins er líklegt að framtíð Litháens í sambandinu sé teflt í tvísýnu.


mbl.is Hinsegin stúdentar skora á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan!

Þakka þér innilega fyrir þessa stórkostlegu grein.

Ég held að það sé ljóst að Q hafi mikinn stuðning.

Vonum að Össur þori að minnast á þetta við ráðherran.

ps. Er ekki talsmaður samtakanna.

Meðlimur í Q (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Björn Halldórsson

Það þykir mér slæmt ef að Litháar, sem fullvalda Evrópsk þjóð, séu að einhverju leiti að hugsa um slíkan viðbjóð, að leggjast gegn eins saklausum minnimáttarhópum í samfélaginu og samkynhneigðum, bi og transgenderum sem þó gera sitt til þess að lífga upp á mannlífið.

Þó að ég sé mikill ESB sinni þá þykir mér það slæmt ef að Íslendingar ætli að leggjast til samstarfs við jafn mikla mannréttindaníðinga og Litháar virðast stefna að því að verða. Vonum að stjórnendur ESB taki á þessu vandamáli og leysi áður en við Íslendingar göngum inn í sambandið.

Björn Halldórsson, 25.7.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég las út úr frétt um fundinn að Össur hefði ekki minnst á þetta eða a.m.k. var ekki minnst á málið í fréttinni. Þakka þér fyrir falleg orð Meðlimur í Q og megi samtökum ykkar farnast sem best.

Evrópusambandið mun leysa þetta vandamál Björn og ég get fullvissað þig um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af því. Markmið sambandsins er að tryggja öllum þegnum sínum viðeigandi lífskjör þ.á.m. samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans einstaklingum.

Kjartan Jónsson, 25.7.2009 kl. 14:16

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Hárrétt Jón.

Kjartan Jónsson, 25.7.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband