Önnur níðskrif gegn ESB í Mogganum

Um daginn fjallaði ég um svívirðilega grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem greinarhöfundur vændi Evrópusambandið og stuðningsmenn þess um nasisma.

Í dag, þann 27.8, birtir blaðið aftur viðlíka skrif þar sem höfundurinn líkir Evrópusambandinu við gömlu Sovíetríkin. Höfundur sakar einnig áhrifamenn sambandsins og stuðningsmenn þess um að sækjast eftir heimsyfirráðum.

Um þessa vitleysu er best að hafa sem fæst orð en maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort Mogginn eigi orðið í erfiðleikum með að fylla blaðið af málefnalegum greinum? Eða er ástæðan fyrir birtingu þessara skrifa sú að ritstjórnin sé svo á móti ESB að hún sé tilbúin að birta öll níðskrif gegn sambandinu? Jafnvel þó skrifin innihaldi rógburð og stangist á við lög?

Eins og ég hef fjallað um áður þá er það fremur regla en undantekning að hatursmenn ESB hati einnig útlendinga og samkynhneigða. Margir þeirra eru einnig trúarofstækismenn og eru haldnir djúpri kvenfyrirlitningu. Heimskulegar skoðanir haldast oftast í hendur.

Það kemur því varla á óvart að höfundur þessarar greinar, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, er þekktur fyrir afneitun sína á helför gyðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þau tíðkast nú breiðu spjótin!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það má segja það Axel.

Kjartan Jónsson, 28.8.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband