Hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar minnst

Seinni heimstyrjöldin var og er sorglegasti atburðurinn í sögu Evrópu. Árlega eru haldnar minningarathafnir til að minnast fórnarlamba stríðsins, víðsvegar í Evrópu.

Talið er að á bilinu 50-60 milljónir manna hafi týnt lífi sínu í styrjöldinni og Evrópa mun ávallt þurfa að lifa við þennan svarta blett á mannkynssögunni.

Mönnum varð ljóst eftir seinni heimstyrjöldina að slíkar hörmungar mættu aldrei endurtaka sig. Til að koma í veg fyrir annan eins ríg á milli þjóða, og var fyrir seinni heimstyrjöldina, var augljóst að styrkja þurfti vináttubönd og tengsl á milli fyrrum óvinaþjóða.

Til að svo yrði mögulegt, þurfti að efla Evrópska samvinnu.

Því var Stál og Kolabandalagið stofnað. ESB var svo formlega stofnað árið 1993, á grundvelli Stál og Kolabandalagsins.

Helstu markmið Evrópusambandsins eru að tryggja öllum mönnum félagslegan jöfnuð, efla alþjóðasamskipti og byggja upp sanngjarnt hagkerfi. Auk þess er það yfirlýst markmið sambandsins að koma í veg fyrir upprisu þjóðernishyggju og fasisma að nýju.

Gott dæmi um hversu vel Evrópusambandinu hefur tekist til með að sameina þjóðir, eftir seinni heimstyrjöldina, eru samskipti Þýskalands og Póllands. Fyrrum óvinaþjóðir eru nú sameinaðar í bandalaginu og deila þar hugsjónum um frið og betri heim.


mbl.is Sorglegasti kafli Evrópusögunnar hófst með innrásinni í Pólland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband