8.9.2009 | 20:21
Olli Rehn boðinn velkominn til Íslands
Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, er nú staddur hér á landi. Megintilgangur heimsóknar hans er að afhenda stjórnvöldum spurningalista frá framkvæmdastjórn ESB. Hann mun einnig halda fyrirlestur í aðalsal Háskóla Íslands á morgun.
Spurningalistinn, sem Rehn mun afhenda Jóhönnu Sigurðardóttur, er langur og inniheldur um 2500 spurningar. Er lengd listans til marks um þá miklu kröfur sem Evrópusambandið gerir í garð væntanlegra aðildarþjóða.
Það er eðlilegt að gerðar séu miklar kröfur sem þjóðunum beri að uppfylla. Eru kröfurnar gerðar til þess að tryggja að staðið sé undir skuldbindingum sem m.a. varða lýðræði og mannréttindi.
Íslenskum stjórnvöldum hefur verið gefinn frestur til 16. Nóvember að svara spurningunum. Berist svörin fyrir þann tíma er unnt að taka fyrir aðildarumsókn okkar á fundi ESB í Desember.
Heimsókn Rehn er mikilvægur þáttur í aðildarferli Íslands. Hún er lýsandi dæmi þess að ESB er tilbúið að taka umsókn okkar Íslendinga alvarlega og vinna vel að henni.
Olli Rehn hefur nú sagt að Íslendingar séu meira en velkomnir í sambandið, takist okkur að uppfylla öll skilyrði ESB. Það hjálpar okkur að við erum nú þegar aðilar að EES og Schengen og að lýðræðishefð sé hér mikil.
Ef aðildarferlið gengur vel má búast við því að Ísland verði orðið aðili að ESB eftir 2-3 ár. OECD hefur nú þegar bent á að eina lausn okkar Íslendinga úr viðjum efnahagskreppunnar sé innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar.
Olli Rehn afhendir spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.