Skref í rétta átt

Kannanir hafa sýnt að hættulegustu ökumennirnir eru þeir yngstu og hafa þeir valdið ófáum slysum í umferðinni, oft með glannalegum akstri. Í flestum ríkjum Evrópusambandsins er gerð sú krafa að fólk þurfi að hafa náð 18 ára aldri áður en það fær í hendur ökuskírteini.

Evrópusambandið sá fljótlega það vandamál sem fólst í því að leyfa börnum, sem ekki enn hafa náð fullorðinsaldri, að aka bifreið. Því er það ósk sambandsins að meðlimaríki veiti engum undir 18 ára aldri ökuskírteini þó svo að hverri þjóð sé frjálst að ráða bílprófsaldri þegna sinna.

Ökumenn á Íslandi eru oftar en ekki ósvífnir í umferðinni. Slys eru óvenju mörg og umferðareftirlit hefur verið afar dapurt. Gott dæmi um þetta er Miklabrautin. Þrátt fyrir að staðreyndir um þessa miklu slysagildru hafi blasað við yfirvöldum þá hafa þau kosið að aðhafast lítið sem ekkert.

Innan Evrópusambandsins starfa mjög ábyrgar stofnanir sem stuðla að því að gera umferðina öruggari.

Ein slík stofnun er "Road Safety Charter" sem byggja á því að rannsaka m.a. umferðarvandamál, leysa þau og fækka þannig umferðarslysum. Svo eru það "Road Safety Observatory" sem safna gögnum um umferðarslys og finna leiðir til að draga úr þeim. Einnig deila þjóðir Evrópusambandsins með sér upplýsingum um umferðarmál og gerðar eru skýrar kröfur til úrbóta ef umferðarmálum er ábótavant hjá einhverri þjóð.

Hefði Ísland verið aðili að ESB væri fyrir löngu búið að ávíta yfirvöld vegna Miklubrautarinnar og hefðu stjórnvöld farið eftir ráðleggingum sambandsins hefði mátt draga stórlega úr umferðarslysum þar.

Íslenska ríkisstjórnin hefur nú loks séð nauðsyn þess að gera breytingar á umferðarlögunum og hefur nú lagt fram tillögu sem kemur að mörgu leyti til móts við þær kröfur sem Evrópusambandið gerir. Breytingar þessar eru nauðsynlegar í ljósi stöðu umferðarmála á Íslandi.

Með inngöngu í Evrópusambandið getum við þó gert enn betur.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrunarsinni afhjúpaður

Mér þykir rétt að benda áhugasömum um Evrópumálin að skoða heimasíðu Jóns Frímanns sem hann benti mér á í dag. Slóðin er www.jonfr.com.

Í nýjustu færslu sinni bendir Jón á að Hjörtur J. Guðmundsson, sem fer mikinn hér á blogginu í andstöðu sinni við Evrópusambandið, eigi sér afar dökka fortíð.

Á árunum 2001-2004 stóð Hjörtur fyrir Flokki Framfarasinna sem boðaði útlendingahatur og hræðslu við framandi menningu.

Afrit af síðu flokksins má finna hér:

http://web.archive.org/web/*/http://www.framfarir.net

Jón bendir einnig á tengsl Hjartar við Daniel Hannan, hægri-öfgamann, sem m.a. lofsamaði efnahagsstefnu Íslands fyrir hrunið. Saman, ásamt öðrum, skrifa þeir félagar á vefritið Brussels Journal. Vefrit sem boðar andúð á útlendingum, sérstaklega múslimum, og einangrunarstefnu.

Reyndar fjallar Hjörtur sjálfur afar sjaldan um útlendinga í dag, hatrið á Evrópusambandinu er orðið það sterkt hjá honum að hann virðist ekki lengur hafa tíma fyrir annað.

Útskipting Hjartar á útlendingum fyrir Evrópusambandið er raunar ekki ný af nálinni. Hún þekkist hjá fjölda einstaklinga og flokkum sem berjast gegn sambandinu. Flestir hafa þó samtvinnað útlendingahatrið og einangrunarstefnuna.

Eins og barátta Flokks Framfarasinna mistókst þá mun barátta Hjartar gegn Evrópusambandinu einnig mistakast.

En ætli hann finni sér þá ekki eitthvað nýtt til að kvarta og kveina yfir?

Rafmagnsbíla kannski?


Fleiri Íslendingar deyja hlutfallslega en Bretar

Taldar eru umtalsverðar líkur á því að H1N1 kunni að auka enn frekar á efnahagssamdráttinn í Bretlandi og víðar. Ótti fólks við að notfæra sér almannasamgöngur og þjónustu verslana er talinn aukast er smit eykst á meðal fólks.

Bretland vinnur eftir reglugerð Evrópuþings er snýr að H1N1. Hana má sjá hér:

Áætlun ESB gagnvart H1N1 veirunni

Því er spáð að um 65.000 manns geti látist af völdum svínaflensunnar í Bretlandi eða rétt um 0,1% þjóðarinnar. Á Íslandi er því spáð að 782 geti látist af völdum flensunnar eða um 0,25% þjóðarinnar.

Vegna stærðar Bretlands og smæðar Íslands þá hljóta menn að sjá í hendi sér að aðgerðalausn Breta er mun betri en sú lausn sem boðuð hefur verið hér. Dánarhlutfall Íslendinga miðað við Breta verður því 2,5/1.

Hlutfall þetta ætti þó réttilega að vera Íslendingum í hag enda töluvert minni almannasamgöngur hér en í Bretlandi.

Áætlun sú er Íslensk stjórnvöld vinna eftir til að bregðast gegn útbreiðslu flensunnar er í senn kjánaleg og illa skipulög og sést það t.d. á því að lyfjaforði hér dugar einungis fyrir helming þjóðarinnar á meðan markmið ESB er að eiga nægilegan lyfjaforða fyrir allan íbúafjölda bandalagsins.

Auk þess hefur sambandið heitið að vinna í þágu hvers íbúa bandalagsins og setja réttindi hans í forgang.

Netverslun verði notuð í auknum mæli

Mikilvæg lausn gegn samdrætti í verslun og landsframleiðslu er að fólk noti netverslanir í auknum mæli og að kennsla fari fram um hvernig nota á slíkar verslanir fyrir þá sem ekki kunna.

Vegna tollbandalags ESB eru slík viðskipti afar einföld innan bandalagsins en erfið utan þess vegna hárra tolla eins og við Íslendingar þekkjum vel.

Tyrkland, Andorra og San Marino hafa fengið undanþágu um að tilheyra tollbandalaginu þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu.

Þar sem Ísland hefur sent inn umsókn um aðild þá ættu Íslensk stjórnvöld umsvifalaust að sækja um sömu undanþágu og áðurnefnd lönd.

Aukin notkun netverslunar á meðal almennings mun nýtast íbúum ESB og undanþágulanda vel en slík viðskipti nýtast okkur illa ef tollar lækka ekki tafarlaust.


mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna gegn aðild Íslands að ESB

Christlich-Soziale Union starfa einungis í Bayern og fengu í síðustu þingkosningum 7,4% atkvæða eins og Borgarahreyfingin fékk hér. Flokkurinn er systurflokkur Christlich Demokratische Union Deutschlands og starfar með honum en CDU þykir ekki mikið til skoðana CSU á ESB koma.

CSU á aðeins tvo menn á Evrópuþingi eða jafn mikið og fasistaflokkurinn British National Party. Sjálfsagt er BNP algjörlega sammála CSU í þessu máli en ég efast stórlega um að flokkurinn fái stuðning annars staðar að en frá hægri-öfga öflum.

Samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung segir Markus Ferber leiðtogi CSU á Evrópuþinginu að ESB muni ekki geta bjargað Íslandi úr efnahagskreppunni og vill fremur ræða uppbyggingu ESB áður en fleiri löndum verði boðið inn ef frá er skilin Króatía.

Nú er í gangi stækkunarferli hjá ESB og er það stefna sambandsins að hægja á stækkun eftir inngöngu Íslands en ekki áður. Ferber vill aftur á móti að ESB brjóti gefin loforð til okkar og svíki þar með stefnu sína um heiðarlega pólitík sem sambandið hefur haft í heiðri allt frá stofnun þess. Ferber talar um að Króatía sé á undan Íslandi í goggunarröðinni og eigi að sleppa inn áður en aðlögunarferli stækkunar hefst. Þetta er þó alröng fullyrðing og forkastanlega röng enda er Ísland eina landið sem hefur verið lofað inngöngu áður en stækkun á sér stað.

Króatía á hins vegar nokkuð í land með að ganga í ESB enda er almenningur þar illa uppfræddur um sambandið og andstaða þar við ESB hvergi meiri. Engin umsókn hefur enn borist frá Króatíu og ólíklegt að svo verði í bráð.

Vafasamt er í þessum fréttaflutningi að minnast ekki á smæð CSU og andstöðu CDU við stefnu CSU í Evrópumálum. Nema auðvitað ef menn telja að flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna hafi mikil ítök í Þýskum stjórnmálum.
mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áætlun ESB gagnvart H1N1 veirunni

Evrópuþingið samþykkti eftirfarandi tillögu til að berjast gegn frekari útbreiðslu H1N1 þann 30. Apríl 2009 í Luxemburg.

1. SAMÞYKKIR að mannlegir smitberar eins og þeir af völdum H1N1 séu alþjóðleg hætta, sérstaklega vegna mikils ferðamannastraums í alþjóðavæddum heimi.

2. RIFJAR UPP að Evrópusambandið sé viðbúið fyrir neyðarþjónustu heilbrigðismiðstöðva og hefur gert viðeigandi ráðstafanir varðandi undirbúning og viðbrögð síðan árið 2005 og minnist þess að ályktun þingsins þann 16. Desember 2008 sem fjallaði um að styrkja viðbrögð og samstarf í heilbrigðiseftirliti, sérstaklega er varða neyðartilvik sem varða heilsu almennings borgara innan ESB.

3. FAGNAR snöggum viðbrögðum meðlimaþjóða innan IHR og í gegnum samstillingu hjá HSC, Snöggra viðvarana og varnarkerfis fyrir smitsjúkdóma í samræmi við ákvörðun Nr. 2119/98/EC frá Evrópuþinginu og Evrópuráði þann 24. September 1998 um að setja í gang eftirlitsstofnun sem gegnir því hlutverki að fylgjast með útbreiðslu farsótta og hafa stjórn á smitsjúkdómum í samfélaginu svo vernda megi borgarana.

4. SAMÞYKKIR að skilvirkni þjóðarviðbragða verði bætt með áframhaldandi samvinnu áætlana samþykkta af þinghópi og meðlimaþjóðum með aðstoð ECDC, í samstarfi við WHO.

5. SAMÞYKKIR að undirbúningur og viðbrögð við ógnun heilsu innan ESB sé réttur og áætlanir geti verið studdar og bættar með frekara samstarfi og upplýsingamiðlun í gegnum WHO og núverandi stofnanir ESB. Það viðurkennir einnig mikilvægi þess að taka inn í reikninginn þverskurð og stærð meðlimaríkja.

6. FAGNAR því starfi sem þegar hefur verið unnið innan WHO, ECDC og HSC, sérstaklega er varða viðmið á hina almennu greiningu, á hina almenn stjórnun og upplýsingamiðlun til ferðamanna og fagnar vinnu ECDC á tæknilegum viðmiðum er varða varnarlyf og meðhöndlun sýktra einstaklinga og aðstandendum þeirra. Einnig eru varnir er varða lækna sem hlúa að sjúklingunum einkar góðar og hafa þar ráðleggingar Evrópskra og alþjóðlegra sérfræðinga verið teknar inn í reikninginn.

7. VEITIR ÞVÍ ATHYGLI að staðfest tilvik H1N1 sýkingum eru til komnar vegna vírusar sem er sambland af efnum úr dýrum og mönnum, og er smitanalegur manna á milli. Það eru eins og er engar vísindalegar sannanir til að styðja þess að samvirkni sé á milli þessa sjúkdóms og neyslu svínakjöts eða afurða þess.

8. LÝSIR yfir samstöðu með mest smituðu þjóðunum og LÝSIR YFIR vilja þess til að rannsaka í sameiningu með þinghópi og í samstarfi með yfirvöldum þessara þjóða, hugsanlegar leiðir til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum.

9. HVETUR meðlimaríki til að starfa saman undir leiðsögn WHO og í samstarfi við þingnefnd á eftirfarandi nótum.

a) allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir skulu gerðar til verndar heilsu almennings í samræmi við ráðleggingar WHO á grundvelli IHR, með tiliti til núverandi starfa HSC, ráðlegginga ECDC og WHO í samræmi við þjóðaráætlunar og viðmiðma, BÝÐUR meðlimaríkum að taka allar viðeigandi ráðstafanir, ef nauðsynlegt þykir þá einnig er varðar ferðalög, til að tryggja mjög skilvirka verndun á borgurum, byggðum á ráðleggingum á Evrópskum kvarða, með tiliti til þróunar ástandsins.

b) á sviði eftirlits skal stöðugt deila upplýsingum um þróun H1N1 vírusins á tilteknum svæðum í gegnum núverandi Evrópskar og alþjóðlegar áætlanir, í samræmi við IHR.

c) á sviði greininga og lækninga, að notast við hina almennu skilgreiningu á H1N1 vírusnum í mönnum í samræmi við ályktun WHO, samþykktar af Evrópunefnd í samræmi við ákvörðun 2119/98/EC, og að starfa samkvæmt almennum meðhöndlunarviðmiðum, auk þess að deila greiningum og að gera mótefni aðgengileg.

d) á sviði samskipta, samstarf m.a. í gegnum HSC til að gefa upp nákvæmar, tímanlegar og stöðugar upplýsingar og ráðleggingar til borgara um ástand H1N1 vírussins. Allar almenningsstöðvar skal nota til þess.

e) á sviði rannsókna og þróunar skal starfa náið með lyfjafyrirtækjum í þróun lyfja til að stöðva vírusinn með sem minnstum töfum. Með núverandi skipulagi, einkum HSC, hugleiða skynsamlegustu kaupin, stjórnun og notkun þessa lyfs og halda áfram starfi til að viðhalda birgðum þess.

10. KALLAR Á ÞINGNEFNDINA: a) að halda áfram að auðvelda dreifingu upplýsinga og samstarf á milli aðildarþjóða, sérstaklega er varðar hættustig, áhættumat og lyfjagjöf gegn H1N1 vírusnum innan ESB, í samræmi við HSC og með öðrum þjóðum ásamt alþjóðasamtökum, sérstaklega WHO.

b) kynna áætlanir fyrir samstarf á meðal aðildarríkja í undirbúningi og viðbrögðum við ógnun á heilsu manna undir núverandi samfélags áætlunum og störfum.

Á meðan umtalsvert samstarf er á meðal ESB þjóða gegn útbreiðslu H1N1 er upplýsingaflæði hingað til lands af afar skornum skammti, engar góðar viðbragðsáætlanir eru til og lyfjabirgðir duga einungis helmingi þjóðarinnar.

Þessu hafði ESB séð fyrir með viðeigandi áætlunum á meðan sóttvarnarlæknir er fyrst nú að taka faraldurinn alvarlega.

Með inngöngu í ESB verðum við hluti af samstarfi sem þessu og er það fyrir hag allra landsmanna.

Eða er það þess virði að deyja fyrir einangrunarhyggjuna?


mbl.is Fréttaflutningur af H1N1 gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hröð vinnubrögð eftir mikla bið

Í ESB eru 27 lönd með um 500 milljónir íbúa sem gera um 8% af heimsbyggðinni. Þar er þó framleiðslan um 30% af heimsframleiðslu og um leið og krónan hefur hrapað er ekki það sama að segja um evruna sem er afar styrkur og stöðugur gjaldmiðill.

Með skilvirkum og opnum markaði hefur ESB opnað fjölmörg tækifæri í atvinnulífi meðlimaþjóða og boðið upp á aukið ferðafrelsi svo dæmi séu tekin.

Íslendingar hafa ekki tekið þátt í bandalaginu hingað til en hafa þó notið góðs af EES samningnum og fyrra að halda því fram að sá samningur hafi verið þjóðinni til ógagns.

Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt aðildarviðræður Íslands við ESB þá virðist sem svo að umræðan sé þrátt fyrir það á villigötum. Of naumur meirihluti er enn fyrir aðild að sambandinu og skoðanir fólks mjög skiptar.

Má líkja þessu við það þegar við Íslendingar bjuggum enn í torfkofum og átum súrmeti. Fjöldinn allur af fólki tók sig saman og ákvað að því yrði að breyta. Athafnamenn og eldhugar voru þar fremstir í flokki og megum við í dag þakka þessum mönnum fyrir að hafa stuðlað að framförum en ekki forneskjulegu afturhaldi.

Okkur, þessum 55-60% fólks, sem viljum sjá framfarir á Íslandi ber að halda kyndli framfara á lofti og berjast fyrir því að þjóð okkar lifi ekki í torfkofum nútíðar. Það gerum við með því að uppfræða einangrunarsinna um kosti þess að ganga í ESB og taka þátt í nútíðinni. Er það virkilega valmöguleiki fyrir okkar að festast í einangrunarhyggju nú þegar neyðin er sem mest?

Ein helst lygi einangrunarsinna er að halda því fram að sjálfstæði landsins glatist með inngöngu í ESB. Í sambandinu eru 27 sjálfstæðar þjóðir sem hafa ekki glatað snefil af sjálfstæði sínu en ein af grundvallarstefnum ESB við stofnun var einmitt að berjast gegn því að Evrópskar þjóðir myndu missa sjálfstæði sitt eins og gerðist þegar fasisminn kom sem stormsveipur yfir Evrópu og olli miklum þjáningum fyrir íbúa álfunnar.

Jón Baldvin Hannibalsson benti á fyrir nokkru að lag væri að ganga í ESB um leið og Svíar sætu þar við formennsku. Vissulega er það ánægjulegt að okkar mikla vinaþjóð skuli taka við þessari umsókn og er ég sannfærður um að Svíar bregðist ekki við yfirferð umsóknarinnar.

Í sameinuðu bandalagi lýðræðis og mannréttinda eru þjóðirnar sterkari og hver veit nema við tökum við umsókn vinaþjóðar okkar Norðmanna eftir nokkur ár?


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð Íslands er í ESB

Ég tel að öllum vitibornum mönnum hafi verið það ljóst að framtíð Íslands lægi í bandalagi þjóðanna. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins sem hafði beitt öllum mögulegum klækjum til að halda okkur utan Evrópusambandsins þá varð strax ljóst eftir síðustu kosningar að breyting yrði þar á.

Það þakka ég fyrst og fremst járnvilja Jóhönnu Sigurðardóttur og markvissrar baráttu fjölda fólks sem hefur barist gegn því að þjóð okkar verði áfram lítill einangraður útkjálki lengst Norður á hafi, sambandslaus að mestu við vinaþjóðir okkar.

Við erum með ónýtan gjaldmiðil og ónýtt stjórnskipulag. Hvað var annað í ráði en að samþykkja þessa tillögu? Vilja einangrunarsinnar frekar að við sveltum og lifum við bág kjör vegna hræðslu þeirra við bandalag þjóðanna?

Þeir 33 þingmenn sem samþykktu breytingartillöguna eru þjóðhetjur og ber að þakka því ágæta fólki fyrir að bera hag Íslands fyrir brjósti.

Nú er að vona að landsmenn samþykki aðild að Evrópusambandinu og ég trúi ekki öðru en að meirihluti landsmanna sé nógu skynsamur til að gera svo.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband