Færsluflokkur: Evrópumál

Evrópusambandið fordæmir ummæli harðstjóra

Mahmoud Ahmadinejad er afleitur þjóðarleiðtogi. Undir hans stjórn sæta Íranskir borgarar harðræði og kúgun. Stjórnarhættir í Íran eru slíkir að lýðræðislegar kosningar geta ekki með eðlilegu móti farið fram. Tjáningarfrelsi í Íran er því lítið sem ekkert.

Íransforseti tilheyrir fámennum hópi manna sem telur að helför gyðinga sé uppspuni. Hann hefur sagt að eyða beri Ísrael með kjarnorku. Gyðingar og aðrir minnihlutahópar eru ofsóttir í ríki Ahmadinejad.

Evrópusambandið, sem er leiðindi í baráttunni fyrir mannréttindum fólks, hefur nú enn og aftur fordæmt helfarar afneitun Ahmadinejads í yfirlýsingu sinni. Mikilvægt er að slík ummæli séu fordæmd enda eru ummælin ósannindi og hatur af verstu tegund.

Bandaríkin hafa, ásamt Evrópusambandinu, verið dugleg við að berjast gegn stjórnræðinu í Íran. Fyrirlitning Ahmadinejad á Bandaríkjunum er öllum kunnug en einnig er hann harður andstæðingur ESB.

Helfarar afneitun er mjög þekkt fyrirbæri á meðal andstæðinga ESB. Ahmadinejad á það einnig sameiginlegt, með öðrum andstæðingum ESB, að gefa ekki mikið fyrir mannréttindi. Þegar á hann hallar þá beitir hann kúgun gegn pólitískum andstæðingum sínum og neitar að starfa samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Evrópusambandið hefur komið í veg fyrir að hatri Ahmadinejads sé dreift á Evrópskri grund m.a. með því að neita að veita honum friðhelgi diplómata í heimsóknum sínum til landa sambandsins.

Það er erfitt fyrir ESB að skipta sér með beinum hætti af stjórnarháttum í Íran. Tillögur hafa þó verið lagðar fram af Evrópuþingi um hvernig koma skuli harðstjórn Ahmadinejad frá völdum og hef ég fulla trú á að það takist á næstu árum.


mbl.is Evrópusambandið fordæmir ummæli Ahmadinejads
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirðilegur brottrekstur

Ólafi Þ. Stephensen tókst að gera margar breytingar til hins betra á Morgunblaðinu, á stuttum ritstjóraferli sínum. Honum var að takast hægt og rólega að breyta ímynd blaðsins úr þröngsýnu íhaldsblaði til frjáls fjölmiðils. Mikið verk var þó enn fyrir höndum hjá Ólafi.

Eftir eigandaskipti Morgunblaðsins, nú fyrir skömmu, komu upp raddir um að breyta ætti blaðinu aftur í flokksblað Sjálfstæðisflokksins. Hinir nýju eigendur eru ekki ánægðir með skoðanir Ólafs sem þykja ekki nægilega hallar undir auðvaldið.

Ólafur er mikill Evrópusinni og er það líklegasta ástæða brottrekstrar hans. Auðvaldinu er illa við Evrópusambandið. Eitt helsta markmið ESB er að berjast gegn spilltri stjórnsýslu og mun auðvaldið því ekki eiga sjö dagana sæla ef Ísland gengur í ESB.

Allir skynsamir menn sjá tilganginn með þessum brottrekstri. Auðvaldið, sem nýtur eftir efnahagshrunið mikilla óvinsælda á Íslandi, ætlar að reyna að styrkja stöðu sínu með því að taka yfir gamla blaðið sitt að nýju. Lofsömun á Sjálfstæðisflokknum og boðun einangrunarstefnu er það sem mun sjást á síðum blaðsins í framtíðinni.

Davíð Oddsson, arkitekt efnahagshrunsins, Sjálfstæðismaður og einangrunarsinni, er nú orðaður við ritstjórastöðu blaðsins.

Morgunblaðið, sem hefur barist í bökkum undanfarið, er með þessum aðgerðum síður en svo að styrkja stöðu sína á markaðnum og mun vafalaust tapa mörgum áskrifendum.

Þrátt fyrir þessa ólýðræðislegu aðgerð bandalags auðvalds- og einangrunarsinna, mun þeim ekki takast að breyta þeirri staðreynd að Ísland er á leið í ESB.

Almenningur er skynsamari en svo að láta sömu menn blekkja sig aftur.


mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagaskóli tekur mál kennara síns til skoðunar

Guðrún Þóra Hjaltadóttir er fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Hún starfar sem kennari við Hagaskóla og kennir þar börnum heimilisfræði. Á bloggsíðu hennar birtast oft á tíðum greinar sem lýsa útlendingaandúð og rasisma.

Guðrún fer ekki leynt með skoðanir sínar og á síðu hennar má finna greinar sem bera heiti eins og:

"Ég er rasisti, get ekki annað"

"Ég ætla að vera rasisti áfram"

Stjórnendum Hagaskóla var nýlega bent á þessi greinaskrif og hafa þeir fordæmt skrifin og bent á að þau tengist á engan hátt stefnu skólans.

Í yfirlýsingu sinni segir Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólameistari Hagaskóla, eftirfarandi:

"En það er ákaflega óheppilegt að starfsmenn uppeldisgeirans hafi svona skoðanir, og líka að þeir finni hjá sér þörf til að viðra þær."

"Málið verður tekið fyrir innan skólans. Það er spurning hversu vel þeir sem hafa þessar skoðanir eru til þess fallnir að vinna samkvæmt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar, Hagaskóla eða annarra skóla."

Það er vel skiljanlegt að ummæli Guðrúnar séu tekin til skoðunar af skólayfirvöldum. Skoðanir hennar eru meira en líklegar til að bitna á börnum af erlendum uppruna. Því er eðlilegt að foreldrar erlendra barna kæri sig síður um að Guðrún kenni börnum þeirra.

Myndu foreldrar t.d. kæra sig um það að maður sem ritaði á síðu sína fantasíur um misnotkun á börnum, kæmi nálægt skólastarfi, jafnvel þó aðilinn hafi ekki enn misnotað börn?

Páll Vilhjálmsson ver Guðrúnu og telur stjórnendur Hagaskóla brjóta niður eðlilega samfélagsumræðu með því að gagnrýna skrif Guðrúnar. Páll setur ekki út á málflutning Guðrúnar á nokkurn hátt.

Guðrún og Páll eiga nokkuð sameiginlegt. Þau eru bæði andstæðingar Evrópusambandsins. Skoðanir gegn innflytjendum eru mjög vinsælar á meðal slíks fólks.

Högni Sigurjónsson, andstæðingur ESB, hefur nýlega verið gagnrýndur fyrir útlendingaandúð. Á síðu skoðanasystur sinnar Höllu Rut Bjarnadóttur, einnig ESB andstæðings, skrifar hann:

"Ég þekki líka þó nokkra Litháa, heim með þá alla."

Guðrún, Páll, Högni og Halla eru fjarri því að vera einu ESB andstæðingarnir með andúð á útlendingum. Slík viðhorf finnast á meðal flestra einangrunarsinna. Í samtökunum Heimssýn er t.d. maður sem var leiðtogi lítils rasistaflokks áður en hann hóf herferð sína gegn ESB. Aðrir í sömu samtökum eru einnig þekktir fyrir álík viðhorf.

Það breytir því þó ekki að samtökunum er flaggað á forsíðu blog.is. Hlýtur það að teljast einsdæmi að fjölmiðill í lýðræðisríki kjósi að auglýsa slík öfgasamtök. Á meðan þessum samtökum, og fólki eins og Guðrúnu, er leyft að skrifa á vettvangi Morgunblaðsins þá hafa a.m.k. tveir einstaklingar verið bannfærðir af svæðinu fyrir að gagnrýna rasisma og öfgatrú.

Morgunblaðið hefur lengi verið þekkt fyrir íhald en tími er kominn á að blaðið fari að uppfæra ritstjórnarstefnu sína í takt við tíð og tíma. Alveg eins og Hagaskóli kýs að taka mál Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur til alvarlegrar skoðunar í ljósi þess að fjöldi erlendra nema er undir hennar leiðsögn innan skólans.


Hægri öfgamenn bæta við sig þremur þingmönnum

Norski Framfaraflokkurinn var stofnaður árið 1973 af Anders Lange. Flokkurinn hét raunar Anders Lange Party til ársins 1977.

Anders Lange var mikill rasisti og þekktur fyrir stuðning sinn við hvítu aðskilnaðarstjórnina í Suður-Afríku. Hann kallaði þá sem ekki studdu stjórnina "svikara við hvíta kynþáttinn" og skrifaði fjölmargar hatursgreinar í Hundeavisen, blað sem hann gaf út sjálfur.

Framfaraflokkurinn naut óvinsælda til að byrja með. Í þingkosningum árið 1989 nær flokkurinn þó 13% atkvæða sem skilar þeim 22 þingsætum. Árið 1993 minnkar fylgi hans en eykst aftur til muna árið 1997.

Á þessu tímabili, 1993-1997, tókst flokknum að skjóta inn nýju málefni sem höfðaði, eins og rasisminn, til undirmálslýðs í Noregi. Hið nýja málefni flokksins var hið sama og flestir aðrir rasistaflokkar innleiddu í stefnuskrá sína, á svipuðum tíma, þ.e. andstaða við Evrópusambandið.

Slíkir flokkar náðu töluverðum árangri þegar fjölmenning og ESB voru ný fyrirbæri. Þá voru margir sem kusu þessa flokka en í dag eru þeir þó allsstaðar á undanhaldi, nema í Noregi. Framfaraflokknum tókst nú að bæta við sig þingmönnum, fjórða kjörtímabilið í röð.

Ekki veit ég hvað er að gerast með frændur okkar Norðmenn. Þeir virðast sökkva dýpra og dýpra í forarpytt einangrunarhyggju og rasisma. Kenndi morðið á Benjamin Hermannssen þeim ekki neitt?

Ríkisstjórn Noregs hélt velli í dag og lítur því allt út fyrir að Noregur muni enn standa utan Evrópusambandsins og verða væntanlega síðasta Evrópuþjóðin til að ganga í sambandið.

Oda Helen Slates, sendiherra Noregs hjá ESB, hefur bent á að Norðmenn missi af sífellt fleiri tækifærum gangi þeir ekki í Evrópusambandið. Vilji Norðmenn eiga möguleika á betri lífskjörum er nauðsynlegt fyrir þá að endurskoða afstöðu sína til sambandsins.

Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa nefnt að Ísland ætti fremur að taka þátt í samstarfi við Noreg í stað inngöngu í ESB. Sú hugmynd er afleit enda eru markmið okkar Íslendinga hærri en svo að ætla að einangra okkur í bandalagi með einni þjóð.

Ólíkt Norðmönnum þá höfum við Íslendingar kosið að líta til framtíðar. Eftir einhver ár verður Noregur í sömu aðstöðu og við. Efnahagur þeirra verður í rjúkandi rústum og þeir munu átta sig á því, eins og við, að innganga í Evrópusambandið er eina skynsamlega lausnin fyrir þjóðina.


mbl.is Stoltenberg sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðissinnar eða fasistar?

Aðild að Evrópusambandinu er mikilvægasta málefnið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Til þess að bæta hag landsmanna er innganga í ESB talin nauðsynleg m.a. til að bæta efnahaginn með upptöku trausts gjaldmiðils þ.e. evrunni.

Borgarahreyfingin lofaði kjósendum sínum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið en þrír þingmenn flokksins ákváðu síðar að kjósa gegn aðildartillögunni. Gerðu þeir svo vegna þess að ríkisstjórnin neitaði að taka til greina óábyrga stefnu Borgarahreyfingarinnar í Icesave málinu.

Þráinn Bertelsson var eini þingmaður Borgarahreyfingarinnar sem stóð við gefin loforð flokksins og kaus með aðildarviðræðum. Fyrir vikið dreifði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ógeðfelldum lygaáróðri um Þráin. Undir þann áróður tóku hinir tveir þingmenn flokksins, þau Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir.

Eftir óhróðurinn og mannorðsmeiðingarnar sá Þráinn sér ekki stætt á því lengur að vera meðlimur í Borgarahreyfingunni og sagði sig úr henni nokkrum dögum síðar.

Fyrir þá sem ekki muna þá lagði Borgarahreyfingin upp með að vera lýðræðisafl sem hét því að berjast gegn auðvaldinu og spilltum stjórnarháttum í landinu. Einnig átti að virkja borgaralýðræði til muna m.a. með þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málefnum.

Í upphafi átti Borgarahreyfingin að vera opin hreyfing fyrir hverja þá sem töldu sig styðja markmið hennar. Nú er framkvæmdastjóranum veitt alræðisvald, haldið er sérstaklega utan um meðlimalista og hægt er að reka þá meðlimi sem þykja brjóta gegn stefnu hreyfingarinnar.

En ætti þá ekki með réttu að reka Þór, Birgittu og Margréti úr Borgarahreyfingunni?

Ekki verða þremenningarnir reknir úr Borgarahreyfingunni vegna þess að skoðanir þeirra eru nú orðnar að stefnu hreyfingarinnar. Ef einhver meðlimur andmælir þremenningunum þá skal sá hinn sami fá að fjúka.

Alræðisvald foringjans (framkvæmdastjórans sem er þó strengjabrúða þremenningana) og brottvikning fyrir að mótmæla stefnu þingmannanna hafa orðið þess valdandi að Borgarahreyfingin er ekki lengur lýðræðishreyfing, heldur fasistahreyfing.

Það eru dapurleg örlög hreyfingar sem fór svo vel á stað.

Ég studdi hófsöm öfl í Borgarahreyfingunni eftir að hún sundraðist vegna einangrunarhyggju. Hafði ég trú á því að hófsamir einstaklingar gætu leitt hana til betri vegar. Það hefur þó ekki gerst og eftir þennan fund hefur Borgarahreyfingin endanlega markað sér spor í Íslenskri stjórnmálasögu sem fasískur einangrunarhyggjuflokkur.

Einangrunarsinnar eru fámennir og ætla að véla sakleysingja á sitt band. Því reyna þeir að taka yfir fjölmennar lýðræðislegar hreyfingar með bolabrögðum og hefur þeim tekist það í þessu tilviki.

Best er því að hófsamir meðlimir segi sig úr Borgarahreyfingunni í stað þess að veita fasistum og einangrunarsinnum þegjandi samþykki.

Með því móti verður Borgarahreyfingin jafn marklaust afl og Frjálslyndi flokkurinn og L-listinn.


mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningarnar taka á öllum þáttum samfélagsins

Ég er nýlokinn við lesningu spurningalista Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands að bandalaginu. Um 2500 spurningar í 33 liðum. Skjalið er nokkuð langt, 345 síður.

Það var nokkur uggur í fólki eftir að það frétti af spurningunum og margir töldu nauðsynlegt að birta þær almenningi. Ég taldi það aukaatriði en er því þó feginn að listinn hafi verið birtur opinberlega. Það er til marks um þá gegnsæju stjórnsýslu sem koma skal við inngöngu okkar í Evrópusambandið.

Spurningarnar fjalla um öll innviði Íslensks samfélags. Allt frá menntun, umhverfisvernd, réttarkerfisins, sköttum og fleira í þeim dúr.

Í byrjun skjalsins eru nefnd þrjú skilyrði sem nauðsynlegt er að væntanlegar aðildarþjóðir uppfylli. Með spurningalistanum er verið að kanna hvort Íslensk stjórnvöld uppfylli þau skilyrði á allan hátt. Spurningalistinn er einnig mikilvægur til þess að ESB fái nægar upplýsingar um þjóðfélag okkar svo að aðlögun okkar inn í Evrópusambandið gangi betur fyrir sig.

Skilyrðin þrjú eru eftirfarandi:

1. Að umsækjandaþjóð hafi tryggt virkni stofnana sem standi vörð um lýðræði, markvisst réttarkerfi, mannréttindi og virðingu ásamt vernd gagnvart minnihlutahópum.

2. Tilvera virkrar markaðshagfræði, sem og möguleiki til að ráða við virka samkeppni og markaðsöfl innan Evrópusambandsins.

3. Möguleikinn til að uppfylla þær skyldur sem felast í að vera meðlimaþjóð, sem inniheldur skuldbindingu til markmiða stjórnmála-, efnahags-, og myntbandalagsins.

Andstæðingar Evrópusambandsins eru andsnúnir þessum markmiðum. Draumur þeirra er að viðhalda einangrun landsins og tryggja áframhaldandi spillingu. Einnig er þeim mjög illa við að minnihlutahópar njóti hér jafns réttar á við aðra.

Við, sem tilheyrum ekki þessum auma hópi einangrunarsinna, getum horft með björtum augum til framtíðar enda eru sjónarmið þessa fólks á miklu undanhaldi og munu vonandi aldrei ná fótfestu aftur í Íslensku samfélagi.

Lestur spurninganna er fróðleg lesning fyrir þá sem vilja kynna sér hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að ganga í Evrópusambandið, lið fyrir lið. Þvert gegn orðum einangrunarsinna þá er ekki hlaupið að því að ganga í sambandið og gerðar eru miklar kröfur til aðildarþjóða sem ber merki um góð vinnubrögð og fagmennsku Evrópusambandsins.

Skjalið má finna í heild sinni hér:

http://evropa.utanrikisraduneyti.is/media/info/Questionnaire_-_ICELAND_(final).pdf


mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olli Rehn boðinn velkominn til Íslands

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, er nú staddur hér á landi. Megintilgangur heimsóknar hans er að afhenda stjórnvöldum spurningalista frá framkvæmdastjórn ESB. Hann mun einnig halda fyrirlestur í aðalsal Háskóla Íslands á morgun.

Spurningalistinn, sem Rehn mun afhenda Jóhönnu Sigurðardóttur, er langur og inniheldur um 2500 spurningar. Er lengd listans til marks um þá miklu kröfur sem Evrópusambandið gerir í garð væntanlegra aðildarþjóða.

Það er eðlilegt að gerðar séu miklar kröfur sem þjóðunum beri að uppfylla. Eru kröfurnar gerðar til þess að tryggja að staðið sé undir skuldbindingum sem m.a. varða lýðræði og mannréttindi.

Íslenskum stjórnvöldum hefur verið gefinn frestur til 16. Nóvember að svara spurningunum. Berist svörin fyrir þann tíma er unnt að taka fyrir aðildarumsókn okkar á fundi ESB í Desember. 

Heimsókn Rehn er mikilvægur þáttur í aðildarferli Íslands. Hún er lýsandi dæmi þess að ESB er tilbúið að taka umsókn okkar Íslendinga alvarlega og vinna vel að henni.

Olli Rehn hefur nú sagt að Íslendingar séu meira en velkomnir í sambandið, takist okkur að uppfylla öll skilyrði ESB. Það hjálpar okkur að við erum nú þegar aðilar að EES og Schengen og að lýðræðishefð sé hér mikil.

Ef aðildarferlið gengur vel má búast við því að Ísland verði orðið aðili að ESB eftir 2-3 ár. OECD hefur nú þegar bent á að eina lausn okkar Íslendinga úr viðjum efnahagskreppunnar sé innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar.


mbl.is Olli Rehn afhendir spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan gegn Hells Angels

Upplýsingamiðlun Europol, Hins Evrópska Löggæslusambands á vegum Evrópusambandsins, hefur gagnast Íslenskum stjórnvöldum vel í baráttunni gegn Hells Angels. Meðlimir samtakana hafa hingað til verið stoppaðir á landamærunum og umsvifalaust snúið aftur til síns heima.

Nú er þó komið upp ákveðið vandamál þar sem til stendur að stofna deild samtakana hér á landi af Íslendingum. Því liggur það ljóst fyrir að ómögulegt er að vísa tilvonandi meðlimum deildarinnar úr landinu.

Upp hefur komið sú hugmynd að setja lagasetningu gegn glæpasamtökum sem gerir það að verkum að hægt væri að banna starfsemi þeirra. Hells Angels eru þó hvergi á lista yfir bönnuð samtök og því nokkuð ljóst að lögin sem sett væru, myndu ekki bíta á samtökin. Þó er rétt að geta þess að Hells Angels eru víðast hvar talin vera glæpasamtök en opinbera skilgreiningu á þeim sem slíkum vantar.

Erfitt er í lýðræðisríkjum að leggja blátt bann við starfsemi samtaka. Er svo einungis gert ef sannað þykir að samtökin stundi skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk eða séu ógn við mannréttindi borgara.

Aldrei myndi ég mæla Hells Angels bót en mér þykir líklegasta ástæða þess, að þau hafi ekki verið bönnuð, sú að ekki sé hægt að sanna með markvissum hætti að það sé á stefnuskrá samtakana að stuðla með beinum hætti að glæpum eða hryðjuverkum.

Ekkert frekar en hægt sé að sanna að Frjálslyndi flokkurinn sé rasistaflokkur með því að vísa eingöngu í stefnuskrá hans.

Að því gefnu að ekki sé hægt að banna Hells Angels þá er besta leiðin, til að berjast gegn samtökunum, aukin Evrópsk samvinna.

Europol hefur háð mikla baráttu gegn Hells Angels á undanförnum árum og hefur fylgst náið með samtökunum. Viðburðir á vegum samtakana hafa verið vaktaðir og Europol hefur þjálfað lögreglumenn, innan Evrópusambandsins, til þess að takast á við samtökin.

Með Evrópskri samvinnu hefur einnig verið komið í veg fyrir að meðlimir samtakana geti ferðast frjálst á milli landa og hefur það vissulega dregið mjög úr vexti samtakana t.d. hefur stofnun þeirra verið tafin töluvert hér á landi með hjálp Europol.

Það er annars undarlegt að Frjálslyndi flokkurinn skuli taka undir þá tillögu er bannar glæpasamtök. Ef flokkurinn hefði verið hér við völd, þá væru Hells Angels fyrir löngu búin að skjóta hér niður rótum. Er það auðvitað vegna þess að Frjálslyndi flokkurinn er eindregið á móti Evrópusambandinu og stofnunum þess. Aðstoð frá Europol hefði ekki verið þegin og ekki nokkrum Hells Angels meðlimi verið meinuð innganga til landsins.

Besta leið Íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn Hells Angels er ekki upptaka nýrra laga heldur innganga í Evrópusambandið.

Gangi Ísland í ESB, fáum við fullt aðgengi að Europol.

Með því móti fá Íslenskir löggæslumenn þjálfun frá Europol í baráttunni gegn Hells Angels og aðgengi okkar að upplýsingum, t.d. um einstaka meðlimi samtakana, myndi batna. Auk þess ættum við rétt á aðstoð frá öðrum löggæslumönnum innan Evrópusambandsins t.d. ef Hells Angels myndu stuðla hér markvisst að glæpum eða skipuleggja alþjóðlega viðburði á vegum samtakana.


mbl.is Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æskilegt að Noregur gangi í Evrópusambandið

Norðmenn, sem hafa eingöngu verið aðilar að EES, hafa óttast að ganga í ESB í langan tíma. Nú hefur þó komið babb í bátinn hjá Norðmönnum.

Evrópusambandið hefur þróast hratt undanfarin ár og tekur stöðugum framförum. Norðmenn hafa áhyggjur af því að EES geri ekki hið sama.

Oda Helen Sletnes, sendiherra Noregs hjá ESB, bendir á í skýrslu sinni að EES samningurinn hafi ekki þróast í samræmi við ESB. Segir hún að vegna þess missi Noregur stöðugt af fleiri tækifærum til að gæta hagsmuna sinna.

Með því að ganga í ESB eru EES þjóðir að tryggja sér mikilvægar viðbætur við EES samninginn. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru einu þjóðirnar innan EES sem ekki eru í ESB. Hafa þjóðirnar því afar lítið að segja um ákvarðanatöku í Brussel og hafa ekki fullan aðgang að stofnunum ESB.

Það er því eðlilegt skref fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is EES nær ekki að fylgja Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmunga seinni heimstyrjaldarinnar minnst

Seinni heimstyrjöldin var og er sorglegasti atburðurinn í sögu Evrópu. Árlega eru haldnar minningarathafnir til að minnast fórnarlamba stríðsins, víðsvegar í Evrópu.

Talið er að á bilinu 50-60 milljónir manna hafi týnt lífi sínu í styrjöldinni og Evrópa mun ávallt þurfa að lifa við þennan svarta blett á mannkynssögunni.

Mönnum varð ljóst eftir seinni heimstyrjöldina að slíkar hörmungar mættu aldrei endurtaka sig. Til að koma í veg fyrir annan eins ríg á milli þjóða, og var fyrir seinni heimstyrjöldina, var augljóst að styrkja þurfti vináttubönd og tengsl á milli fyrrum óvinaþjóða.

Til að svo yrði mögulegt, þurfti að efla Evrópska samvinnu.

Því var Stál og Kolabandalagið stofnað. ESB var svo formlega stofnað árið 1993, á grundvelli Stál og Kolabandalagsins.

Helstu markmið Evrópusambandsins eru að tryggja öllum mönnum félagslegan jöfnuð, efla alþjóðasamskipti og byggja upp sanngjarnt hagkerfi. Auk þess er það yfirlýst markmið sambandsins að koma í veg fyrir upprisu þjóðernishyggju og fasisma að nýju.

Gott dæmi um hversu vel Evrópusambandinu hefur tekist til með að sameina þjóðir, eftir seinni heimstyrjöldina, eru samskipti Þýskalands og Póllands. Fyrrum óvinaþjóðir eru nú sameinaðar í bandalaginu og deila þar hugsjónum um frið og betri heim.


mbl.is Sorglegasti kafli Evrópusögunnar hófst með innrásinni í Pólland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband